Enski boltinn

Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kean gengur niðurlútur til búningsherbergja. Ferguson lætur sér fátt um finnast.
Kean gengur niðurlútur til búningsherbergja. Ferguson lætur sér fátt um finnast. vísir/getty

Athygli vakti að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, tók Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United, 19 mínútum eftir að hann kom inn á, þrátt fyrir að ítalski framherjinn væri ekki meiddur.Á 70. mínútu kom Kean inn á fyrir Bernard. Á 89. mínútu tók Ferguson hann svo af velli og setti Oumar Niasse inn á í hans stað. Kean gekk beinustu leið til búningsherbergja eftir skiptinguna.„Þetta hafði ekkert með frammistöðu hans að gera. Ég þurfti bara að gera skiptingu til að drepa tíma,“ sagði Ferguson eftir leik er hann var spurður út í skiptinguna umdeildu.„Ég var með marga framherja á bekknum og þetta var ekkert persónulegt gagnvart honum.“Kean hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann kom til Everton frá Juventus fyrir tímabilið. Hann hefur ekki enn skorað fyrir Bítlaborgarliðið.Everton hefur náð í fjögur stig undir stjórn Fergusons og er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.