Innlent

Kjötkrókur og Kertasníkir stálu hangikjöti á Árbæjarsafni í dag: „Þeir eru alveg gúgú“

Nadine Guðrún Yaghi skrifar

Kjötkrókur og Kertasníkir stálu hangikjöti á Árbæjarsafni í dag og fannst börnunum á svæðinu þeir vera alveg ruglaðir. Þeir vöktu þó mikla lukku.

Á Árbæjarsafni var hægt að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var hér áður fyrir. Hrekkjóttir jólasveinar voru á svæðinu og vöktu mikla lukku meðal unga fólksins.

Alexíus Þór Bergþórsson var gestur á safninu en hann sagði við fréttamann að jólasveinarnir væru alveg ruglaðir. „Þeir eru alveg gúgú,“ segir Alexíus. 

Börnin sem fréttastofu ræddi við voru alveg með það á hreinu að það hafi hvorki verið Kjötkrókur né Kertasníkir sem heimsótti þau í nótt, heldur hafi það verið sjálfur þvörusleikir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.