Fótbolti

Segir það óréttlæti að Messi hafi unnið Gullboltann í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi með Gullboltana sína sex.
Lionel Messi með Gullboltana sína sex. Getty/Kristy Sparow

Umboðsmaður Cristiano Ronaldo var ekki par hrifinn af því að hans maður missti af Gullboltanum í ár.

Lionel Messi fékk á dögunum Gullboltann hjá France Football, Ballon d'Or, fyrir árið 2019.

Messi hafði ekki aðeins betur en Cristiano Ronaldo á þessu ári heldur var hann einnig að fá Gullboltann í sjötta sinn á ferlinum.

Fyrir það áttu Messi og Cristiano Ronaldo metið saman, með fimm hvor, en nú setti Argentínumaðurinn aðalkeppinaut sinn niður í annað sætið.

Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, fannst þetta ekki sanngjarnt.



„Að mínu mati var það óréttlæti að Messi hafi unnið. Ronaldo vann líka Þjóðadeild UEFA. Lífið er bara stundum svona. Ég held samt að ef Ronaldo hefði verið enn hjá Real Madrid, þá hefði hann unnið,“ sagði Jorge Mendes við spænska blaðið Marca.

Fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér af hverju Lionel Messi vann í ár geta skoðað þetta athyglisverða myndband hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×