Enski boltinn

Gylfi ekki með gegn Leicester

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með fyrirliðabandið hjá Everton að undanförnu.
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið með fyrirliðabandið hjá Everton að undanförnu. Getty/Laurence Griffiths

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í leikmannahópi Everton sem mætir Leicester í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld.

Gylfi Þór missti af leik Everton um helgina vegna veikinda og svo virðist sem hann sé ekki orðinn heill heilsu því hann er ekki í hóp í kvöld.



Everton er í bullandi fallbaráttu í ensku úrvaldseildinni á meðan andstæðingur þeirra í kvöld er í öðru sæti deildarinnar og því verðugt verkefni fram undan fyrir liðsfélaga Gylfa.

Leikurinn fer fram á Goodison Park og er hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×