Enski boltinn

Manchesterliðin mætast í undanúrslitunum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
United vann nágranna sína í úrvalsdeildinni í byrjun desember.
United vann nágranna sína í úrvalsdeildinni í byrjun desember. vísir/getty

Það verður grannaslagur Manchesterliðanna í undanúrslitum ensku deildarbikarkeppninnar.

8-liða úrslit deildarbikarsins kláruðust í kvöld og var dregið í undanúrslitin strax að leikjum kvöldsins loknum.

Margir fótboltaáhugamenn vildu helst ekki sjá liðin tvö frá Manchester dragast saman svo þau gætu mæst í úrslitunum, en svo fór að nágrannarnir mætast í undanúrslitunum.

Hinn leikurinn er viðureign Leicester og Aston Villa.

Í undanúrslitunum er leikið heima og heiman, fyrri leikirnir fara fram á Old Trafford og King Power vellinum í annari viku janúar. Seinni leikirnir fara fram þremur vikum seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×