Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2019 16:30 Mohamed Salah var valinn maður leiksins en hér fagnar hann öðru markinu með liðsfélögum sínum í Liverpool. Getty/Marcio Machado Liverpool varð í gær fyrsta enska félagið til að komast í tvo úrslitaleiki í heimsmeistarakeppni félagsliða og er einu skrefi nær því að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn. Arnar Björnsson skoðaði viðtöl við nokkra Liverpool menn eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum á móti Monterrey. „Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist að leikurinn færi í framlengingu en var kátur þegar Bobby skoraði,“ sagði Jürgen Klopp, kátur knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2-1 sigur á mexíkóska liðinu Monterrey. Naby Keita kom Liverpool yfir á 12. mínútu. „Naby getur skorað. Hann hefur ekki spilað það marga leiki fyrir okkur en hann er búinn að skora nokkur þýðingarmikil mörk. Markið hans var frábært og ég er viss um að hann á eftir að skora mörg í viðbót,“ sagði Jürgen Klopp. Mohamed Salah var valinn maður leiksins. „Ég held að það hafi bara verið Egyptar á vellinum, ég gat ekki betur heyrt annað í dag. Þegar ég finn stuðning þeirra þá er ég ánægður og ég er glaður þegar ég heyri stuðningsmennina kalla nafnið mitt,“ sagði Mohamed Salah. Alisson Becker varði vel í markinu. „Ég varði nokkrum sinnum en það er jú hlutverk mitt. Við áttum í smá basli vegna þess að margir leikmenn eru meiddir. Það er erfitt fyrir miðjumann að spila í miðvarðarstöðunni en mér fannst Jordan Henderson standa sig vel. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi. Við vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum. Við viljum vinna heimsmeistaratitilinn, hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Alisson Becker. Fabinho og Georginio Wijnaldum eru sjúkralistanum og Jordan Henderson þurfti að leysa Virgil van Dijk af í miðvarðarstöðunni og Alex Oxlade-Chamberlain lék á miðjunni. „Þetta var erfiður leikur. Andlega urðum við að vera klárir og máttum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Þetta er undarleg staða, fullt af leikjum í úrvalsdeildinni í rigningu og skítakulda. Koma svo hingað í hlýrra veður í viku, þetta er meira eins og á undirbúningstímanum. Auðvitað ætluðum við að vinna Monterrey en við vissum að það yrði ekki auðvelt,“ sagði Alex Oxlade-Chamberlain. Liverpool hefur oft skorað sigurmarkið í lok leikja, eins og raunin varð á í gær. „Við höfum gert þetta margoft. Það hjálpar að hafa Sadio Mane, Roberto Firmino og Trent Alexander á bekknum. Þeir komu inn á og það hjálpar og sjálfstraustið verður meira. Með svona gæða leikmenn vitum við að eitt færi gæti dugað og Bobby kláraði þetta í dag. Það stóðu sig allir vel í leiknum en hrós á Monterrey. Þetta var ekki auðvelt og erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Oxlade-Chamberlain. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Liverpool varð í gær fyrsta enska félagið til að komast í tvo úrslitaleiki í heimsmeistarakeppni félagsliða og er einu skrefi nær því að verða heimsmeistarar í fyrsta sinn. Arnar Björnsson skoðaði viðtöl við nokkra Liverpool menn eftir sigurinn í undanúrslitaleiknum á móti Monterrey. „Ég verð að viðurkenna að ég óttaðist að leikurinn færi í framlengingu en var kátur þegar Bobby skoraði,“ sagði Jürgen Klopp, kátur knattspyrnustjóri Liverpool eftir 2-1 sigur á mexíkóska liðinu Monterrey. Naby Keita kom Liverpool yfir á 12. mínútu. „Naby getur skorað. Hann hefur ekki spilað það marga leiki fyrir okkur en hann er búinn að skora nokkur þýðingarmikil mörk. Markið hans var frábært og ég er viss um að hann á eftir að skora mörg í viðbót,“ sagði Jürgen Klopp. Mohamed Salah var valinn maður leiksins. „Ég held að það hafi bara verið Egyptar á vellinum, ég gat ekki betur heyrt annað í dag. Þegar ég finn stuðning þeirra þá er ég ánægður og ég er glaður þegar ég heyri stuðningsmennina kalla nafnið mitt,“ sagði Mohamed Salah. Alisson Becker varði vel í markinu. „Ég varði nokkrum sinnum en það er jú hlutverk mitt. Við áttum í smá basli vegna þess að margir leikmenn eru meiddir. Það er erfitt fyrir miðjumann að spila í miðvarðarstöðunni en mér fannst Jordan Henderson standa sig vel. Úrslitaleikurinn verður öðruvísi. Við vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum. Við viljum vinna heimsmeistaratitilinn, hann skiptir okkur miklu máli,“ sagði Alisson Becker. Fabinho og Georginio Wijnaldum eru sjúkralistanum og Jordan Henderson þurfti að leysa Virgil van Dijk af í miðvarðarstöðunni og Alex Oxlade-Chamberlain lék á miðjunni. „Þetta var erfiður leikur. Andlega urðum við að vera klárir og máttum ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Þetta er undarleg staða, fullt af leikjum í úrvalsdeildinni í rigningu og skítakulda. Koma svo hingað í hlýrra veður í viku, þetta er meira eins og á undirbúningstímanum. Auðvitað ætluðum við að vinna Monterrey en við vissum að það yrði ekki auðvelt,“ sagði Alex Oxlade-Chamberlain. Liverpool hefur oft skorað sigurmarkið í lok leikja, eins og raunin varð á í gær. „Við höfum gert þetta margoft. Það hjálpar að hafa Sadio Mane, Roberto Firmino og Trent Alexander á bekknum. Þeir komu inn á og það hjálpar og sjálfstraustið verður meira. Með svona gæða leikmenn vitum við að eitt færi gæti dugað og Bobby kláraði þetta í dag. Það stóðu sig allir vel í leiknum en hrós á Monterrey. Þetta var ekki auðvelt og erfiður leikur fyrir okkur,“ sagði Oxlade-Chamberlain. Það má sjá alla frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Vitum að Flamengo er gott lið en við vitum einnig hve góðir við erum
Enski boltinn Sportpakkinn Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Körfubolti Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn Dagskráin: Manchester United í Doc Zone, formúla og Bestu mörkin Sport Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira