Fótbolti

Aron Einar um dauðariðilinn: Ætla ekki að ljúga, þetta lítur ekkert alltof vel út

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Einar missti af síðustu leikjum í undankeppni EM 2020 vegna meiðsla.
Aron Einar missti af síðustu leikjum í undankeppni EM 2020 vegna meiðsla. vísir/bára

Ef íslenska karlalandsliðið í fótbolta kemst á EM 2020 verður það í F-riðli með Þýskalandi, Frakklandi og Portúgal; liðunum sem hafa unnið síðustu þrjú stórmót.

„Ég ætla ekki að ljúga, þetta lítur ekkert alltof vel út,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sem var gestur beIN Sports í Katar í gær.

„Okkar bíða þrír erfiðir leikir ef við komumst á EM. Við eigum snúinn leik gegn Rúmeníu og svo vonandi úrslitaleik gegn Ungverjalandi eða Búlgaríu,“ bætti Akureyringurinn við.


Komist Íslendingar á EM mæta þeir Portúgölum í fyrsta leik sínum, líkt og á EM fyrir þremur árum. Þá gerðu liðin 1-1 jafntefli. Ísland mætti Frakklandi í 8-liða úrslitum á sama móti og tapaði, 5-2.

Ísland og Frakkland voru einnig saman í riðli í undankeppni EM 2020. Frakkar unnu báða leiki; 4-0 í París og 0-1 á Laugardalsvelli.

Ísland og Þýskaland hafa hins vegar ekki mæst síðan 2003.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.