Fótbolti

Svakalegur riðill bíður Íslands á EM

Íþróttadeild skrifar
Íslenska landsliðinu í knattspyrnu bíður svakalegur riðill komist liðið í lokakeppni EM.

Dregið var í riðla í Bucharest í Rúmeníu í dag, en fyrir dráttinn var ljóst að sigurvegari A-umspilsins, sem Ísland er í, yrði í F-riðli með Þýskalandi.

Það átti eftir að fylla hin tvö sætin í riðlinum og þangað fór líklega erfiðasti andstæðingurinn úr hvorum potti, heimsmeistarar Frakklands og Evrópumeistarar Portúgal.

Ísland mun mæta Portúgal í fyrsta leik riðilsins fari liðið á EM, en Portúgal var einmitt fyrsti andstæðingur Íslands á EM 2016.





F-riðillinn er án nokkurs vafa dauðariðill mótsins en alla riðlana má sjá hér að neðan í beinu textalýsingunni frá drættinum.

EM 2020 hefst með opnunarleik 12. júní í Róm. Fyrsti leikur Íslands, komist þeir á EM, verður 16. júní í Búdapest. Riðlakeppninni lýkur svo 24. júní en úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 12. júlí.

Fyrst þarf Ísland þó að fara í gegnum umspilið en undanúrslit umspilsins fara fram 26. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×