Erlent

Kvikmyndahús rýmt vegna þvags

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þvagsýni. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Þvagsýni. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Rýma þurfti kvikmyndahús í Washington-fylki í Bandaríkjunum eftir að starfsmenn þess tóku við sendingu af mannaþvagi. Sendingin rataði í kvikmyndahúsið fyrir mistök.

Pakkinn, sem ætlaður var ætlaður heilbrigðisstofnun um 80 kílómetra í burtu, en endaði á einhvern undraverðan hátt þess í stað í North Bend kvikmyndahúsinu. Pakkinn var merktur í bak og fyrir með viðvörun um að hann innihéldi „afar smitandi efni úr mönnum.“

Um klukkutíma eftir að pakkinn barst til kvikmyndahússins kom í ljós að um þvag væri að ræða. Slökkviliðið á svæðinu brást við útkalli vegna málsins og fimm slökkviliðsmenn í sérútbúnum eiturefnabúningum greindu efnið og komust að því að um þvag væri að ræða.

Þá var yfirmaður kvikmyndahússins sendur í rannsókn á sjúkrahúsi, en það var varúðarráðstöfun, samkvæmt frétt BBC af málinu.

Ekki liggur fyrir nákvæm ástæða þess að pakkinn var sendur í kvikmyndahúsið í stað þess að rata á heilbrigðisstofnunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×