Meiri líkur á því að Englendingar fái að halda HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:30 Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið þegar þeir héldu HM síðast árið 1966. Getty/Rolls Press/Popperfoto Það ríkir nú aukin bjartsýni á það í herbúðum bresku knattspyrnusambandandanna að stærsta keppni fótboltaheimsins snúi aftur „heim“ eftir 64 ára fjarveru. Englendingar misstu af því að halda HM 2018 sem eins og flestir vita fór fram í Rússlandi og kom það mörgum á óvart. Reyndar ekki eins mörgum og þegar HM 2022 endaði í Katar. Enska sambandið hafði tjaldað miklu til í framboði sínu fyrir HM 2018 og sat eftir með sárt ennið. Nú ætla Englendingar sér að fá HM 2030 undir sameiginlegu framboði Breta og Íra.British and Irish chances of 2030 World Cup bid made more ‘credible’ https://t.co/Mb54qGg8nw — Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2019Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins heitir Noel Mooney og hann var mjög jákvæður þegar hann ræddi möguleika breska framboðsins á að hreppa HM 2030. Bretland og Írland kynntu framboð sitt um helgina þegar dregið var í riðla fyrir EM 2020. Þar munu England, Skotland og Írland öll hýsa leiki eins og níu önnur lönd í Evrópu enda verður EM alls staðar á næsta ári. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og það eina rétta er að láta verða að þessu. Við erum komnir á fulla ferð með enska sambandið í fararbroddi. Kynningin var mjög góð. Það er góður möguleiki fyrir okkur að setja fram trúverðugt tilboð og vonandi vinnum við. Það kæmi mér mjög á óvart ef menn hefðu ekki trú á þessu framboði Bretlands og Írlands,“ sagði Noel Mooney við blaðamann Times. Breska framboðið býr líka að því að það fékk flottan stuðning frá Aleksander Ceferin, forset UEFA, sem sagði að það væri kominn tími á það að heimsmeistarakeppnin færi aftur til Englands í fyrsta sinn frá árinu 1966. Þetta verður hins vegar ekki eina framboðið því Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Síle og Paragvæ vilja fá að halda keppnina saman. Fyrsta HM fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 eða nákvæmlega hundrað árum á undan þessari keppni. Framboð frá Marokkó með nágrönnum sínum í Alsír og Túnis sem og framboð frá Balkanskagaþjóðunum Búlgaríu, Grikklandi, Rúmeníu og Serbíu eru líka í samkeppni við Breta og Íra. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og þá verður HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkíó. HM 2022 í Katar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
Það ríkir nú aukin bjartsýni á það í herbúðum bresku knattspyrnusambandandanna að stærsta keppni fótboltaheimsins snúi aftur „heim“ eftir 64 ára fjarveru. Englendingar misstu af því að halda HM 2018 sem eins og flestir vita fór fram í Rússlandi og kom það mörgum á óvart. Reyndar ekki eins mörgum og þegar HM 2022 endaði í Katar. Enska sambandið hafði tjaldað miklu til í framboði sínu fyrir HM 2018 og sat eftir með sárt ennið. Nú ætla Englendingar sér að fá HM 2030 undir sameiginlegu framboði Breta og Íra.British and Irish chances of 2030 World Cup bid made more ‘credible’ https://t.co/Mb54qGg8nw — Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2019Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins heitir Noel Mooney og hann var mjög jákvæður þegar hann ræddi möguleika breska framboðsins á að hreppa HM 2030. Bretland og Írland kynntu framboð sitt um helgina þegar dregið var í riðla fyrir EM 2020. Þar munu England, Skotland og Írland öll hýsa leiki eins og níu önnur lönd í Evrópu enda verður EM alls staðar á næsta ári. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og það eina rétta er að láta verða að þessu. Við erum komnir á fulla ferð með enska sambandið í fararbroddi. Kynningin var mjög góð. Það er góður möguleiki fyrir okkur að setja fram trúverðugt tilboð og vonandi vinnum við. Það kæmi mér mjög á óvart ef menn hefðu ekki trú á þessu framboði Bretlands og Írlands,“ sagði Noel Mooney við blaðamann Times. Breska framboðið býr líka að því að það fékk flottan stuðning frá Aleksander Ceferin, forset UEFA, sem sagði að það væri kominn tími á það að heimsmeistarakeppnin færi aftur til Englands í fyrsta sinn frá árinu 1966. Þetta verður hins vegar ekki eina framboðið því Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Síle og Paragvæ vilja fá að halda keppnina saman. Fyrsta HM fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 eða nákvæmlega hundrað árum á undan þessari keppni. Framboð frá Marokkó með nágrönnum sínum í Alsír og Túnis sem og framboð frá Balkanskagaþjóðunum Búlgaríu, Grikklandi, Rúmeníu og Serbíu eru líka í samkeppni við Breta og Íra. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og þá verður HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkíó.
HM 2022 í Katar Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Sjá meira