Meiri líkur á því að Englendingar fái að halda HM í fótbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 09:30 Englendingar urðu heimsmeistarar í fyrsta og eina skiptið þegar þeir héldu HM síðast árið 1966. Getty/Rolls Press/Popperfoto Það ríkir nú aukin bjartsýni á það í herbúðum bresku knattspyrnusambandandanna að stærsta keppni fótboltaheimsins snúi aftur „heim“ eftir 64 ára fjarveru. Englendingar misstu af því að halda HM 2018 sem eins og flestir vita fór fram í Rússlandi og kom það mörgum á óvart. Reyndar ekki eins mörgum og þegar HM 2022 endaði í Katar. Enska sambandið hafði tjaldað miklu til í framboði sínu fyrir HM 2018 og sat eftir með sárt ennið. Nú ætla Englendingar sér að fá HM 2030 undir sameiginlegu framboði Breta og Íra.British and Irish chances of 2030 World Cup bid made more ‘credible’ https://t.co/Mb54qGg8nw — Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2019Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins heitir Noel Mooney og hann var mjög jákvæður þegar hann ræddi möguleika breska framboðsins á að hreppa HM 2030. Bretland og Írland kynntu framboð sitt um helgina þegar dregið var í riðla fyrir EM 2020. Þar munu England, Skotland og Írland öll hýsa leiki eins og níu önnur lönd í Evrópu enda verður EM alls staðar á næsta ári. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og það eina rétta er að láta verða að þessu. Við erum komnir á fulla ferð með enska sambandið í fararbroddi. Kynningin var mjög góð. Það er góður möguleiki fyrir okkur að setja fram trúverðugt tilboð og vonandi vinnum við. Það kæmi mér mjög á óvart ef menn hefðu ekki trú á þessu framboði Bretlands og Írlands,“ sagði Noel Mooney við blaðamann Times. Breska framboðið býr líka að því að það fékk flottan stuðning frá Aleksander Ceferin, forset UEFA, sem sagði að það væri kominn tími á það að heimsmeistarakeppnin færi aftur til Englands í fyrsta sinn frá árinu 1966. Þetta verður hins vegar ekki eina framboðið því Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Síle og Paragvæ vilja fá að halda keppnina saman. Fyrsta HM fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 eða nákvæmlega hundrað árum á undan þessari keppni. Framboð frá Marokkó með nágrönnum sínum í Alsír og Túnis sem og framboð frá Balkanskagaþjóðunum Búlgaríu, Grikklandi, Rúmeníu og Serbíu eru líka í samkeppni við Breta og Íra. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og þá verður HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkíó. HM 2022 í Katar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira
Það ríkir nú aukin bjartsýni á það í herbúðum bresku knattspyrnusambandandanna að stærsta keppni fótboltaheimsins snúi aftur „heim“ eftir 64 ára fjarveru. Englendingar misstu af því að halda HM 2018 sem eins og flestir vita fór fram í Rússlandi og kom það mörgum á óvart. Reyndar ekki eins mörgum og þegar HM 2022 endaði í Katar. Enska sambandið hafði tjaldað miklu til í framboði sínu fyrir HM 2018 og sat eftir með sárt ennið. Nú ætla Englendingar sér að fá HM 2030 undir sameiginlegu framboði Breta og Íra.British and Irish chances of 2030 World Cup bid made more ‘credible’ https://t.co/Mb54qGg8nw — Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2019Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins heitir Noel Mooney og hann var mjög jákvæður þegar hann ræddi möguleika breska framboðsins á að hreppa HM 2030. Bretland og Írland kynntu framboð sitt um helgina þegar dregið var í riðla fyrir EM 2020. Þar munu England, Skotland og Írland öll hýsa leiki eins og níu önnur lönd í Evrópu enda verður EM alls staðar á næsta ári. „Við höfum fengið jákvæð viðbrögð og það eina rétta er að láta verða að þessu. Við erum komnir á fulla ferð með enska sambandið í fararbroddi. Kynningin var mjög góð. Það er góður möguleiki fyrir okkur að setja fram trúverðugt tilboð og vonandi vinnum við. Það kæmi mér mjög á óvart ef menn hefðu ekki trú á þessu framboði Bretlands og Írlands,“ sagði Noel Mooney við blaðamann Times. Breska framboðið býr líka að því að það fékk flottan stuðning frá Aleksander Ceferin, forset UEFA, sem sagði að það væri kominn tími á það að heimsmeistarakeppnin færi aftur til Englands í fyrsta sinn frá árinu 1966. Þetta verður hins vegar ekki eina framboðið því Suður-Ameríkuþjóðirnar Argentína, Úrúgvæ, Síle og Paragvæ vilja fá að halda keppnina saman. Fyrsta HM fór einmitt fram í Úrúgvæ árið 1930 eða nákvæmlega hundrað árum á undan þessari keppni. Framboð frá Marokkó með nágrönnum sínum í Alsír og Túnis sem og framboð frá Balkanskagaþjóðunum Búlgaríu, Grikklandi, Rúmeníu og Serbíu eru líka í samkeppni við Breta og Íra. Næsta HM fer fram í Katar 2022 og þá verður HM 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkíó.
HM 2022 í Katar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Sjá meira