Íslenski boltinn

Vals­menn skoða fær­eyskan vinstri bak­vörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir skoðar menn.
Heimir skoðar menn. vísir/vilhelm
Valur er með færeyskan vinstri bakvörð á reynslu hjá sér en Magnus Egilsson æfir með liðinu.

Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni nú í morgun.

Bjarni Ólafur Eiríksson var lengst af í vinstri bakverði Vals á síðustu leiktíð en hann hefur nú söðlað um og hefur skrifað undir samning við ÍBV.







Heimir Guðjónsson tók við þjálfarastöðunni hjá Val í haust en Heimir hefur undanfarin tvö ár þjálfað Magnus hjá færeyska liðinu HB þar sem Heimir varð bæði lands- og bikarmeistari.

Hinn 25 ára gamli lék frumraun sína með A-landsliði Færeyja í októbermánuði en hann lék 25 af 27 leikjum HB á síðustu leiktíð.

Liðið endaði í 4. sæti deildarinnar ásamt því að verða bikarmeistari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×