Barnabótakerfið fátæktarhjálp en ekki almennur stuðningur við barnafjölskyldur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2019 09:00 Barnabótakerfið á Íslandi styður eingöngu við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu og er í raun fátæktarhjálp í stað þess að vera almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og annarsstaðar á Norðurlöndunum. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur vann skýrslu fyrir BSRB um barnabótakerfið á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Stóra niðurstaðan er sú að hið íslenska er mjög ólíkt hinum kerfunum.Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.Stöð2„Munurinn felst í því að íslenska barnabótakerfið er ákaflega lágtekjumiðað á meðan að norrænu barnabótakerfin miða frekar að því að draga úr fjárhagslegum afleiðingum barneigna fyrir fjölskyldur óháð efnahag almennt,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar. Skerðingarmörkin liggja lágt og skerðingarhlutfallið er hátt. Eins og sést á skýringarmynd hér að neðan fær par á Íslandi með meðallaun og tvö börn undir sjö ára aldri nær engar bætur, eða tæpar 500 krónur á mánuði. Á meðan eru bæturnar 30.000 – 40.000 krónur á mánuði í hinum löndunum.Bæturnar eru ívið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Grafík/HafsteinnÞeir sem eru með lægri tekjur fá þó einhverjar bætur. Par með rétt yfir lágmarkslaunum og tvö börn yngri en sjö ára. Undir þeim kringumstæðum fær íslenskra parið háar bætur í samanburði við aðra. En þegar börnin eru orðin eldri en sjö ára verða bæturnar lægstar hér á landi.Gula súlan sýnir bætur ef börn eru eldri en sjö ára gömul. Sú bláa ef börn eru yngri en sjö ára.Grafík/HafsteinnÁ Íslandi eru greiddar uppbætur fyrir yngri börn. „Það er ekki endilega augljóst að þetta sé rökrétt. Erlendar rannsóknir benda til dæmis til þess að kostnaður við yngri börn sé kannski meiri í tíma og orku en þegar börnin verða eldri þá taki þau minni tíma en fara að kosta meiri peninga, segir Kolbeinn. Eina landið sem er með tekjuskerðingu eins og íslenska kerfið er Danmörk. Skerðingarmörkin þar eru hins vegar mun hærri. „Í staðinn fyrir að vera með lágtekjumiðað barnabótakerfi eru þau með kerfi sem dregur úr stuðningi við hátekjufjölskyldur, segir Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur. Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Barnabótakerfið á Íslandi styður eingöngu við allra tekjulægstu hópana í samfélaginu og er í raun fátæktarhjálp í stað þess að vera almennur stuðningur við barnafjölskyldur eins og annarsstaðar á Norðurlöndunum. Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur vann skýrslu fyrir BSRB um barnabótakerfið á Íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin. Stóra niðurstaðan er sú að hið íslenska er mjög ólíkt hinum kerfunum.Kolbeinn Stefánsson, félagsfræðingur.Stöð2„Munurinn felst í því að íslenska barnabótakerfið er ákaflega lágtekjumiðað á meðan að norrænu barnabótakerfin miða frekar að því að draga úr fjárhagslegum afleiðingum barneigna fyrir fjölskyldur óháð efnahag almennt,“ segir Kolbeinn. Á Íslandi eru barnabætur tekjutengdar. Skerðingarmörkin liggja lágt og skerðingarhlutfallið er hátt. Eins og sést á skýringarmynd hér að neðan fær par á Íslandi með meðallaun og tvö börn undir sjö ára aldri nær engar bætur, eða tæpar 500 krónur á mánuði. Á meðan eru bæturnar 30.000 – 40.000 krónur á mánuði í hinum löndunum.Bæturnar eru ívið lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Grafík/HafsteinnÞeir sem eru með lægri tekjur fá þó einhverjar bætur. Par með rétt yfir lágmarkslaunum og tvö börn yngri en sjö ára. Undir þeim kringumstæðum fær íslenskra parið háar bætur í samanburði við aðra. En þegar börnin eru orðin eldri en sjö ára verða bæturnar lægstar hér á landi.Gula súlan sýnir bætur ef börn eru eldri en sjö ára gömul. Sú bláa ef börn eru yngri en sjö ára.Grafík/HafsteinnÁ Íslandi eru greiddar uppbætur fyrir yngri börn. „Það er ekki endilega augljóst að þetta sé rökrétt. Erlendar rannsóknir benda til dæmis til þess að kostnaður við yngri börn sé kannski meiri í tíma og orku en þegar börnin verða eldri þá taki þau minni tíma en fara að kosta meiri peninga, segir Kolbeinn. Eina landið sem er með tekjuskerðingu eins og íslenska kerfið er Danmörk. Skerðingarmörkin þar eru hins vegar mun hærri. „Í staðinn fyrir að vera með lágtekjumiðað barnabótakerfi eru þau með kerfi sem dregur úr stuðningi við hátekjufjölskyldur, segir Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur.
Börn og uppeldi Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira