Innlent

Þjóðleikhússtjóri meðal sautján umsækjenda

Atli Ísleifsson skrifar
Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, er meðal umsækjenda.
Ari Matthíasson, Þjóðleikhússtjóri, er meðal umsækjenda. vísir/egill

Alls bárust sautján umsóknir um embætti skrifstofustjóra á skrifstofu lýðheilsu og forvarna í heilbrigðisráðuneytinu. Meðal umsækjenda eru Ari Matthíasson, sem lætur af störfum sem Þjóðleikhússtjóri um áramótin.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins en umsóknarfrestur rann út 29. nóvember síðastliðinn.

Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Umsækjendur er eftirtaldir:


 • Ari Matthíasson, heilsuhagfræðingur
 • Arna Hrönn Aradóttir, verkefnastjóri
 • Ásthildur Knútsdóttir, settur skrifstofustjóri
 • Berglind Anna Aradóttir, forstöðumaður
 • Dagmar Sigurðardóttir, lögfræðingur
 • Elsa Kristín Sigurðardóttir, sérfræðingur
 • Finnur Þ. Gunnþórsson, markþjálfi
 • Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir, nemi
 • Helga Pálmadóttir, aðstoðardeildarstjóri
 • Helga María Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • Helga Sif Friðjónsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri
 • Inga Birgisdóttir, stundakennari
 • Ingunn Björnsdóttir, dósent
 • Jóhann Kristjánsson, rekstrarstjóri
 • Lúðvík Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
 • Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri
 • Sjöfn Kjartansdóttir, markaðsstjóriAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.