Innlent

Zúistum fækkaði um tæpan fjórðung

Samúel Karl Ólason skrifar
Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafa haldið því fram að þeir vilji reisa í Reykjavík.
Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafa haldið því fram að þeir vilji reisa í Reykjavík. Zuism.is
Alls fækkaði skráðum meðlimum í 22 trú- og lífsskoðunarfélögum á undanförnu ári. Mesta fækkunin varð í Þjóðkirkjunni, eða 1.518 manns. Hlutfallslega varð fækkunin þó mest í Zuism þar sem hún var 23 prósent. Enn eru þó 1.255 skráðir þar.

Meðlimum Siðmenntar fjölgaði um 655 manns, sem samsvarar 23,3 prósentu aukningu. Einnig fjölgaði í kaþólsku kirkjunni eða um 620 manns. Það er aukning upp á 4,4, prósent.

26.023 einstaklingar eru skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga en þeim fjölgaði um 1.260 á árinu. Alls eru 7,2 prósent landsmanna utan trú- og lífsskoðunarfélaga. Þá eru í heildina 52.060 einstaklingar sem eru búsettir hér á landi með ótilgreinda skráningu. Þeim hefur fjölgað um 5.748 eða 12, 4 prósent frá því í fyrra.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands sem birtar voru í dag. Tölur þessar ná frá 1. desember í fyrra til 1. desember á þessu ári

Þjóðskrá

Tengdar fréttir

Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag

Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag.

Zúistum fækkaði hlutfallslega mest

Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×