Fótbolti

VAR í fyrsta sinn hér á landi gegn Rúmeníu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
VAR er ekki allra.
VAR er ekki allra. vísir/getty

Myndbandsdómgæsla (VAR) verður notuð í leikjunum í umspili um sæti á EM í mars á næsta ári.

VAR verður því notað í fyrsta sinn hér á landi þegar Ísland tekur á móti Rúmeníu 26. mars, að því gefnu að Laugardalsvöllur verði leikfær.

Ekki var notast við VAR í undankeppni EM. Myndbandsdómgæsla verður hins vegar notuð í lokakeppninni sem fer fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu.

Myndbandstækni er notuð við dómgæslu í stærstu deildum Evrópu. Þá var notast við hana á HM karla í fyrra og HM kvenna í sumar.

Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi ytra 31. mars 2020 í úrslitaleik um sæti á EM.

Komist Ísland á EM verður liðið í F-riðli með Þýskalandi, Frakklandi og Portúgal.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.