Íslendingur sagður hafa stungið mann í hálsinn á Strikinu og flúið á Burger King Eiður Þór Árnason skrifar 5. desember 2019 17:45 Amager torgið í Kaupmannahöfn er nálgægt umræddri Helligåndskirken. Getty/PhotographerCW Íslendingur er sakaður um að hafa stungið mann fyrir utan bar á Strikinu í Kaupmannahöfn síðasta laugardag, nálægt kirkjunni Helligåndskirken. Eftir árásina er árásarmaðurinn sagður hafa flúið inn á Burger King veitingastað þar sem hann var síðar handtekinn af lögreglu. DV.is greindi fyrst frá íslenskra miðla. Sjónarvottur lýsti árásarmanninum sem „stórvöxnum húðflúruðum Íslendingi“ í samtali við danska miðilinn Ekstra Bladet. Greindi vitnið frá því að hinn meinti Íslendingur hafi átt í slagsmálum við fórnarlambið áður en hann stakk manninn í hálsinn með hníf meðan hann lá á jörðu niðri. Lögreglumaðurinn Leif Hansen sagði í samtali við Extra Bladet að sjónarvottar hafi haft samband við lögreglu og vísað henni á manninn. Sást hann henda árásarvopninu í ruslið á Burger King staðnum þegar lögreglumenn nálguðust hann. Minnst tuttugu lögreglumenn eru sagðir hafa verið sendir á vettvang til að reyna tryggja öryggi almennings við handtökuna. Extra Bladet hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn á laugardag að fórnarlambið væri komið úr lífshættu og hlyti aðhlynningu á Rigshospitalet. Var það þá mat lögreglu að um væri að ræða einangrað atvik milli tengdra manna. Vísir hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.Politiet er tilstede på Strøget efter et knivstikkeri på Vimmelskaftet ved nr. 22. Den udpegede gerningsmand ER blevet anholdt på Rådhuspladsen, hvortil vidner havde fulgt ham. Offeret er ikke i livsfare. Vi har ikke yderligere for nærværende#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) November 30, 2019 Danmörk Lögreglumál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Íslendingur er sakaður um að hafa stungið mann fyrir utan bar á Strikinu í Kaupmannahöfn síðasta laugardag, nálægt kirkjunni Helligåndskirken. Eftir árásina er árásarmaðurinn sagður hafa flúið inn á Burger King veitingastað þar sem hann var síðar handtekinn af lögreglu. DV.is greindi fyrst frá íslenskra miðla. Sjónarvottur lýsti árásarmanninum sem „stórvöxnum húðflúruðum Íslendingi“ í samtali við danska miðilinn Ekstra Bladet. Greindi vitnið frá því að hinn meinti Íslendingur hafi átt í slagsmálum við fórnarlambið áður en hann stakk manninn í hálsinn með hníf meðan hann lá á jörðu niðri. Lögreglumaðurinn Leif Hansen sagði í samtali við Extra Bladet að sjónarvottar hafi haft samband við lögreglu og vísað henni á manninn. Sást hann henda árásarvopninu í ruslið á Burger King staðnum þegar lögreglumenn nálguðust hann. Minnst tuttugu lögreglumenn eru sagðir hafa verið sendir á vettvang til að reyna tryggja öryggi almennings við handtökuna. Extra Bladet hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn á laugardag að fórnarlambið væri komið úr lífshættu og hlyti aðhlynningu á Rigshospitalet. Var það þá mat lögreglu að um væri að ræða einangrað atvik milli tengdra manna. Vísir hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá lögreglunni í Kaupmannahöfn.Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.Politiet er tilstede på Strøget efter et knivstikkeri på Vimmelskaftet ved nr. 22. Den udpegede gerningsmand ER blevet anholdt på Rådhuspladsen, hvortil vidner havde fulgt ham. Offeret er ikke i livsfare. Vi har ikke yderligere for nærværende#politidk— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) November 30, 2019
Danmörk Lögreglumál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira