Innlent

Skuturinn reis átta metra í kolniðamyrkri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
TF-LIF var kölluð út síðdegis í gær.
TF-LIF var kölluð út síðdegis í gær. Vísir/vilhelm
Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti síðdegis í gær veikan skipverja sem staddur var á fiskiskipi um sjötíu sjómílur austur af Djúpavogi. Þyrlan Eir var sömuleiðis kölluð út en hún var til taks á Höfn í Hornafirði á meðan áhöfnin á TF-LIF sótti skipverjann. Hann var svo fluttur á Höfn en þar beið sjúkraflugvél Mýflugs sem flaug með manninn til Reykjavíkur. Ekki er vitað um líðan hans.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð hafi borist hjálparbeiðni frá skipstjóra fiskiskipsins á þriðja tímanum í gær. Þá var TF-LIF á flugi áleiðis til Hafnar í Hornafirði, þar sem hún lenti og tók eldsneyti áður en hún sótti skipverjann.

Hífingar gengu vel, sérstaklega miðað við aðstæður, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Kolniðamyrkur var þegar þyrlan kom að skipinu og fór skutur þess allt að átta metra upp og niður þegar sigmaður Landhelgisgæslunnar fór um borð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×