Innlent

Skuturinn reis átta metra í kolniðamyrkri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
TF-LIF var kölluð út síðdegis í gær.
TF-LIF var kölluð út síðdegis í gær. Vísir/vilhelm

Áhöfnin á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti síðdegis í gær veikan skipverja sem staddur var á fiskiskipi um sjötíu sjómílur austur af Djúpavogi. Þyrlan Eir var sömuleiðis kölluð út en hún var til taks á Höfn í Hornafirði á meðan áhöfnin á TF-LIF sótti skipverjann. Hann var svo fluttur á Höfn en þar beið sjúkraflugvél Mýflugs sem flaug með manninn til Reykjavíkur. Ekki er vitað um líðan hans.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að stjórnstöð hafi borist hjálparbeiðni frá skipstjóra fiskiskipsins á þriðja tímanum í gær. Þá var TF-LIF á flugi áleiðis til Hafnar í Hornafirði, þar sem hún lenti og tók eldsneyti áður en hún sótti skipverjann.

Hífingar gengu vel, sérstaklega miðað við aðstæður, að því er fram kemur í tilkynningu.

„Kolniðamyrkur var þegar þyrlan kom að skipinu og fór skutur þess allt að átta metra upp og niður þegar sigmaður Landhelgisgæslunnar fór um borð.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.