Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2019 18:45 Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt.Ríkisstjórnin afgreiddi í dag greinargerð dómsmálaráðherra til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna áfrýjunar stjórnvalda. En Arnfríður Einarsdóttir, einn fjögurra dómara sem Sigríður Andersen skipaði fram hjá niðurstöðu hæfisnefndar í Landsrétt dæmdi í máli þar sem maður var fundinn sekur. Hann vísaði máli sínu til Mannréttindadómstólsins á þeirri forsendu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómarans og féllst Mannréttindadómstóllinn á þau sjónarmið í mars. Dómararnir fjórir drógu sig frá störfum við réttinn eftir þessa niðurstöðu og Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra. Stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem tekur málið fyrir hinn 5. febrúar.Sjá einnig: Landsréttarmálið tekið fyrir hjá yfirdeild MDE í byrjun febrúarÍ greinargerð stjórnvalda segir meðal annars að skipan dómaranna hafi farið fram með gagnsæjum og opnum hætti, þar sem óháður aðili hafi talið Arnfríði að fullu hæfa til dómarastarfa, Alþingi hafi samþykkt skipan hennar og forseti Íslands skipað hana í embættið. Hún hafi tekið til starfa og þar með orðið bundin af viðeigandi skilyrðum stjórnarskrár og ekkert bendi til annars en hún hafi unnið eftir þeim.Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins og sem fór fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu. Stjórnvöld þar hafi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku á dómskerfinu. Pólskir dómarar hafi undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnarflokksins sem vilji afnema sjálfstæði dómstóla.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkiðEn í greinargerð íslenskra stjórnvalda segir að mjög mikilvægt sé að skilja þetta mál frá dæmigerðum vandamálum sem nýlega hafi komið upp í öðrum Evrópuríkjum. Í þeim löndum virðist mál snúast um sjálfstæði dómstóla fremur en samkvæmt lögunum sjálfum. Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla eins og 6. grein mannréttindasáttmálans kveði á um. Dómstólar Landsréttarmálið Mannréttindi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld krefjast þess að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu hafni niðurstöðu dómstólsins frá í vor um að Ísland hafi gerst brotlegt við sjöttu grein mannréttindasáttmála Evrópu með skipan fjögurra dómara í Landsrétt.Ríkisstjórnin afgreiddi í dag greinargerð dómsmálaráðherra til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu vegna áfrýjunar stjórnvalda. En Arnfríður Einarsdóttir, einn fjögurra dómara sem Sigríður Andersen skipaði fram hjá niðurstöðu hæfisnefndar í Landsrétt dæmdi í máli þar sem maður var fundinn sekur. Hann vísaði máli sínu til Mannréttindadómstólsins á þeirri forsendu að ekki hafi verið staðið rétt að skipan dómarans og féllst Mannréttindadómstóllinn á þau sjónarmið í mars. Dómararnir fjórir drógu sig frá störfum við réttinn eftir þessa niðurstöðu og Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra. Stjórnvöld áfrýjuðu málinu til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins sem tekur málið fyrir hinn 5. febrúar.Sjá einnig: Landsréttarmálið tekið fyrir hjá yfirdeild MDE í byrjun febrúarÍ greinargerð stjórnvalda segir meðal annars að skipan dómaranna hafi farið fram með gagnsæjum og opnum hætti, þar sem óháður aðili hafi talið Arnfríði að fullu hæfa til dómarastarfa, Alþingi hafi samþykkt skipan hennar og forseti Íslands skipað hana í embættið. Hún hafi tekið til starfa og þar með orðið bundin af viðeigandi skilyrðum stjórnarskrár og ekkert bendi til annars en hún hafi unnið eftir þeim.Kjartan Bjarni Björgvinsson formaður Dómarafélagsins og sem fór fyrir Rannsóknarnefnd Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans og dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur segir verulegt áhyggjuefni að pólsk yfirvöld styðji íslenska ríkið í Landsréttarmálinu. Stjórnvöld þar hafi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku á dómskerfinu. Pólskir dómarar hafi undanfarin ár sætt ofsóknum og skipulögðum rógsherferðum stjórnarflokksins sem vilji afnema sjálfstæði dómstóla.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkiðEn í greinargerð íslenskra stjórnvalda segir að mjög mikilvægt sé að skilja þetta mál frá dæmigerðum vandamálum sem nýlega hafi komið upp í öðrum Evrópuríkjum. Í þeim löndum virðist mál snúast um sjálfstæði dómstóla fremur en samkvæmt lögunum sjálfum. Mál Íslands snúist ekki um sjálfstæði dómstóla eins og 6. grein mannréttindasáttmálans kveði á um.
Dómstólar Landsréttarmálið Mannréttindi Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira