Innlent

Lög­regla kölluð til vegna pústra í heima­húsum

Atli Ísleifsson skrifar
Einn gisti fangageymslu hjá lögreglunni á fimmta tímanum í nótt.
Einn gisti fangageymslu hjá lögreglunni á fimmta tímanum í nótt. Vísir/Vilhelm

Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en í dagbók lögreglu á fimmta tímanum í morgun segir að einungis einn gisti fangageymslur.

Þar segir að lögregla hafi þurft að fara í nokkur heimahús þar sem gleðskapur hélt vöku fyrir nágrönnum. Nokkrir pústrar hafi orðið á milli manna og var málið annað hvort leyst á vettvangi eða upplýsinga teknar á lögreglustöð og aðilum sleppt að því loknu.

Ennfremur segir að nokkrir ökumenn hafi verið stöðvaðir vegna ölvunar og eða fíkniefnaaksturs, auk þess að lögregla þurfti að aðstoða nokkra sem komust ekki hjálparlaust til síns heima sökum ölvunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.