Enski boltinn

Þrír leik­menn United í sam­eigin­legu Manchester-liði Danny Mills

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford fagnar marki gegn Tottenham í vikunni.
Rashford fagnar marki gegn Tottenham í vikunni. vísir/getty
Það er stórleikur í enska boltanum í dag en klukkan 17.30 verður flautað til leiks í Manchester-slagnum á Etihad leikvanginum þar sem City fær United í heimsókn.Leikir þessara liða hafa verið mikið fjör undanfarin ár en að þessu tilefni ákvað Sky Sports að fá nokkra valinkunna spekinga að setja saman sameiginlegt lið úr leikmannahópum félaganna.Þeir leikmenn sem gætu spilað í dag eru þeir sem áttu möguleika á að komast í liðið en meiddir leikmenn eins og Paul Pogba áttu ekki möguleika á að komast í liðið.United á einungis þrjá leikmenn af ellefu í liðinu. Í vörninni eru þeir Harry Maguire og Luke Shaw og fremsti maðurinn er Marcus Rashford. Restin eru leikmenn Man. City.Gengi liðanna hefur verið ólíkt á leiktíðinni. City er í 3. sæti deildarinnar með 32 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Liverpool, en Man. united er í 6. sætinu með 21 stig.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.