Innlent

Mikill vindur og hálka á vegum á Suðurlandi

Andri Eysteinsson skrifar
Aðstæður eru erfiðar á Reynisfjalli
Aðstæður eru erfiðar á Reynisfjalli Getty/Arterra
Hálka er á vegum á Suðurlandi, þá sérstaklega í Eyjafjöllum og í Mýrdal. Þorsteinn M. Kristinsson varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að við aðstæður sem þessar ættu sem fæstir að vera á ferli.Vegagerðin gaf fyrr í dag út tilkynningu þar sem greint var frá því að akstursskilyrði gætu orðið erfið á Reynisfjalli og í Mýrdal. Hálka væri á vegum og spáð væri miklum vindi.Þorsteinn segir vindinn vera mikinn. „Allt að 40 m/s eins og staðan er núna. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort veginum yfir Reynisfjall verði lokað en það hlýtur að koma til greina,“ segir Þorsteinn.„Það eru alltaf einhverjir á ferli, ferðamenn og fólk sem þekkir ekki aðstæður. Við svona aðstæður, gula viðvörun, ættu bara sem fæstir að vera á ferli, segir Þorsteinn M. Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.