Erlent

Ís­lensk fjöl­skylda missti al­eiguna í bruna í Noregi

Eiður Þór Árnason skrifar
Fjallað hefur verið um brunann í norskum fjölmiðlum.
Fjallað hefur verið um brunann í norskum fjölmiðlum. Aðsend

Sigurður Aðalgeirsson, unnusta hans Hólmfríður Guðmundsdóttir og dætur þeirra tvær Sóley Rós, 6 ára, og Bryndís Lena, 4 ára, misstu allar eigur sínar í bruna þegar eldur kviknaði á heimili þeirra í Hallingby í Noregi í gær.

„Mikil mildi var að þau komust öll út heil á húfi, á nærfötunum einum saman, sem er fyrir mestu og erum við öll mjög þakklát fyrir það,“ skrifa foreldrar Sigurðar, bræður og fjölskylda þeirra á Íslandi, þar sem þau greina frá sorglega atvikinu á Facebook.

Fjölskyldan er sögð hafa verið búsett í Hallingby frá árinu 2015 þar sem þau bjuggu upp í sveit.

„Það er mjög erfitt að vera svona langt í burtu við svona aðstæður og er hugur okkar hjá þeim,“ segir í færslunni.

Aðstandendur þeirra hafa nú stofnað til söfnunar fyrir fjölskylduna og má nálgast frekari upplýsingar um hana á Facebook síðunni Styrktarsíða Sigga, Hófýjar og dætra. Er söfnuninni ætlað að styðja við bakið á fjölskyldunni og hjálpa þeim að taka fyrstu skrefin út í lífið á ný.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.