Fótbolti

Messi kominn með flestar þrennur í sögu La Liga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Besti knattspyrnumaður sögunnar?
Besti knattspyrnumaður sögunnar? vísir/getty

Lionel Messi hélt upp á enn einn gullboltann sinn með enn einni þrennunni þegar hann skoraði þrjú mörk í 5-2 sigri Barcelona á Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi.

Þetta var þrítugasta og fimmta þrenna Argentínumannsins fyrir Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni.

Hefur enginn leikmaður skorað jafnoft þrennu en Messi deildi áður metinu með Cristiano Ronaldo en hann gerði 34 þrennur fyrir Real Madrid á 9 ára ferli sínum hjá Madridarliðinu.

Spænska goðsögnin Telmo Zarra átti metið áður en þessi ofurmenni stigu fram á sjónarsviðið en Zarra gerði 23 þrennur fyrir Athletic Bilbao frá 1940-1955.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.