Fótbolti

Börsungar léku á als oddi gegn Mallorca

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Messi hlóð í þrennu og Suarez skoraði sturlað mark.
Messi hlóð í þrennu og Suarez skoraði sturlað mark. vísir/getty

Það var hátíðarstemning á Nou Camp í kvöld þegar Mallorca heimsótti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lionel Messi mætti með gullboltann sem hann vann í enn eitt skiptið á dögunum og var heiðraður af tæplega 100 þúsund stuðningsmönnum Barcelona fyrir leik.

Í kjölfarið hófst mikil markaveisla sem Antoine Griezmann hóf þegar hann kom heimamönnum í 1-0 á 7.mínútu. Lionel Messi tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar en Ante Budimir klóraði í bakkann fyrir gestina á 35.mínútu.

Messi var fljótur að svara og kom Barcelona í 3-1 á 41.mínútu og Luis Suarez átti svo flottustu tilþrif kvöldsins þegar hann skoraði algjörlega stórkostlegt mark með hælspyrnu á 43.mínútu. Staðan í leikhléi 4-1 og úrslitin ráðin.

Gestirnir gáfust þó ekkert upp og Budimir var aftur á ferðinni eftir rúmlega klukkutíma leik en Messi átti síðasta orðið þegar hann fullkomnaði þrennu sína skömmu fyrir leikslok og tryggði Barcelona þriggja marka sigur, 5-2.

Barcelona og Real Madrid jöfn að stigum á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.