Fótbolti

Börsungar léku á als oddi gegn Mallorca

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Messi hlóð í þrennu og Suarez skoraði sturlað mark.
Messi hlóð í þrennu og Suarez skoraði sturlað mark. vísir/getty
Það var hátíðarstemning á Nou Camp í kvöld þegar Mallorca heimsótti Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lionel Messi mætti með gullboltann sem hann vann í enn eitt skiptið á dögunum og var heiðraður af tæplega 100 þúsund stuðningsmönnum Barcelona fyrir leik.Í kjölfarið hófst mikil markaveisla sem Antoine Griezmann hóf þegar hann kom heimamönnum í 1-0 á 7.mínútu. Lionel Messi tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar en Ante Budimir klóraði í bakkann fyrir gestina á 35.mínútu.Messi var fljótur að svara og kom Barcelona í 3-1 á 41.mínútu og Luis Suarez átti svo flottustu tilþrif kvöldsins þegar hann skoraði algjörlega stórkostlegt mark með hælspyrnu á 43.mínútu. Staðan í leikhléi 4-1 og úrslitin ráðin.Gestirnir gáfust þó ekkert upp og Budimir var aftur á ferðinni eftir rúmlega klukkutíma leik en Messi átti síðasta orðið þegar hann fullkomnaði þrennu sína skömmu fyrir leikslok og tryggði Barcelona þriggja marka sigur, 5-2.Barcelona og Real Madrid jöfn að stigum á toppi deildarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.