Fótbolti

Ögmundur og Hólmar Örn í toppbaráttu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson. Getty/Jonas Gustafsson
Tveir íslenskir knattspyrnumenn voru að ljúka sér af í verkefnum sínum í Evrópuboltanum nú rétt í þessu.Ögmundur Kristinsson stóð allan tímann í markinu hjá Larissa sem gerði 1-1 jafntefli við Asteras Tripolis í grísku úrvalsdeildinni. Jeronimo Barellas skoraði framhjá Ögmundi snemma leiks en Jean Luc jafnaði fyrir Larissa á 60.mínútu. Ögmundur og félagar í 4.sæti deildarinnar. Á sama tíma lék Hólmar Örn Eyjólfsson allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Levski Sofia sem vann 2-0 sigur á Vitosha Bistritsa í búlgörsku úrvalsdeildinni. Levski Sofia í 2.sæti deildarinnar, 5 stigum á eftir toppliði Ludogorets.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.