Fótbolti

Ögmundur og Hólmar Örn í toppbaráttu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson. Getty/Jonas Gustafsson

Tveir íslenskir knattspyrnumenn voru að ljúka sér af í verkefnum sínum í Evrópuboltanum nú rétt í þessu.

Ögmundur Kristinsson stóð allan tímann í markinu hjá Larissa sem gerði 1-1 jafntefli við Asteras Tripolis í grísku úrvalsdeildinni. Jeronimo Barellas skoraði framhjá Ögmundi snemma leiks en Jean Luc jafnaði fyrir Larissa á 60.mínútu. Ögmundur og félagar í 4.sæti deildarinnar. 

Á sama tíma lék Hólmar Örn Eyjólfsson allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Levski Sofia sem vann 2-0 sigur á Vitosha Bistritsa í búlgörsku úrvalsdeildinni. Levski Sofia í 2.sæti deildarinnar, 5 stigum á eftir toppliði Ludogorets.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.