Innlent

Mennirnir yfirheyrðir vegna andláts í Úlfarsárdal

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Úlfarsárdal í gær.
Frá vettvangi í Úlfarsárdal í gær. Vísir/Friðrik

Yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlát manns í Úlfarsárdal í gær hófust í gærkvöldi og standa enn yfir. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Margeir segir málið í rannsókn en vill að öðru leyti ekki tjá sig um það. Lögregla getur haldið mönnunum í sólarhring án þess að fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim. 

Lögreglu barst tilkynning um það á þriðja tímanum í gær að maður hefði fallið fram af svölum íbúðarhúss í Úlfarsárdal. Mikill viðbúnaður lögreglu var á vettvangi í gær.

Maðurinn var úrskurðaður látinn á Landspítalanum. Hann var erlendur ríkisborgari, sem og þeir fimm sem eru í haldi lögreglu. Margeir gat ekki gefið fréttastofu upplýsingar um tengsl mannanna og hins látna í gær.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.