Fótbolti

Í beinni í dag: Úr­slita­leikur hjá Evrópu­meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Van Dijk og félagar eru í Austurríki.
Van Dijk og félagar eru í Austurríki. vísir/getty

Úrslitin ráðast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en síðasta umferðin í riðlum E, F, G og H fer fram í dag.

Evrópumeistarar Liverpool eru mættir til Austurríkis en Liverpool dugar jafntefli til að komast í 16-liða úrslitin. Tapi þeir í Austurríki er ballið búið í Meistaradeildinni hjá meisturunum.







Barcelona er komið áfram í 16-liða úrslitin en þeir heimsækja Inter. Ítalska liðið þarf að sækja stig eða þrjú en Inter og Dortmund eru með sjö stig fyrir kvöldið. Dortmund mætir Slavia Prag á útivelli.

Í H-riðlinum er gífurleg spenna. Ajax er með tíu stig og Valencia og Chelsea með átta en Chelsea mætir botnliði Lille í kvöld sem er með eitt stig. Spennandi umferð þar.







Meistaradeildarmessan er að sjálfsögðu á sínum stað í kvöld sem og Meistaradeildarmörkin en alla dagskrá Stöðvar 2 Sport næstu daga má sjá hér.

Beinar útsendingar dagsins:

17.45 Salzburg - Liverpool (Stöð 2 Sport 2)

19.15 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport)

19.50 Inter - Barcelona (Stöð 2 Sport 2)

19.50 Chelsea - Lille (Stöð 2 Sport 3)

19.50 Ajax - Valencia (Stöð 2 Sport 4)

22.00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×