Innlent

Kosningaslagur þriggja jólatrjáa

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Trén þrjú á samsettri mynd.
Trén þrjú á samsettri mynd.
Þrjú tré á Húsavík keppa nú um hylli íbúanna sem eiga þess kost að velja jólatré bæjarins þetta árið.Samkvæmt upplýsingum á skrifstofu Norðurþings hefur í nokkur ár verið farin sú leið að nota jólatré fyrir Húsavík úr einkagörðum þeirra sem viljað hafa losna við trén.Nú bregði svo við að þrjú slík tré séu í boði. Því hafi verið farin sú leið að leyfa bæjarbúum að velja hvaða tré verður hoggið.„Við viljum biðja fólk að virða það að trén eru í einkagörðum og því ber að sýna nærgætni við skoðun,“ segir á vef Norðurþings. Kosningin hófst í gær og verður hið útvalda jólatré sett upp á litlu torgi við Búðará laugardaginn 30. nóvember.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.