Lífið

Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands

Kristján Már Unnarsson skrifar
Í svifvæng er sjóndeildarhringurinn ekki alltaf láréttur. Reynisfjall og Reynisfjara í baksýn.
Í svifvæng er sjóndeildarhringurinn ekki alltaf láréttur. Reynisfjall og Reynisfjara í baksýn. Mynd/True Adventure, Vík.

Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 

Fjölbreytt afþreyingarþjónusta hefur byggst upp í Mýrdalshreppi á undanförnum árum, samhliða uppbyggingu hótel- og veitingahúsa. Jöklaklifur, jöklagöngur, golf og hestaleiga voru einnig nefnd í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2. Þá var sýnt hvernig ferðamenn geta upplifað bráðið, rennandi hraun.

1.200 stiga heitt hraun rennur fram í sýningarsalinn á hraunsýningunni í Vík. Mynd/The Icelandic Lava Show, Vík.

„Það er adrenalínsportfélag hérna. Þá er verið að gera mótorcrossbraut. Fólk leikur sér, held ég, bara meira hér heldur en í borginni,“ segir Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík, sem segir hægt að spila þar golf lengur yfir árið en víðast hvar annarsstaðar á landinu. 

Þátturinn um Vík verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 16.25 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Í næsta þætti „Um land allt“ mánudaginn 25. nóvember, verður áfram fjallað um Mýrdalshrepp og sjónum beint að mannlífi í Mýrdal vestan Reynisfjalls. 

Hér má sjá myndskeið úr þættinum um Vík:


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.