Lífið

Dreymir um að Vík í Mýrdal verði ævintýraþorp Íslands

Kristján Már Unnarsson skrifar
Í svifvæng er sjóndeildarhringurinn ekki alltaf láréttur. Reynisfjall og Reynisfjara í baksýn.
Í svifvæng er sjóndeildarhringurinn ekki alltaf láréttur. Reynisfjall og Reynisfjara í baksýn. Mynd/True Adventure, Vík.
Það er okkar draumur að Vík verði ævintýraþorp Íslands, segir Samúel Alexandersson, einn fjórmenninganna sem standa að svifvængjaflugi og línubruni í Vík í Mýrdal. 

Fjölbreytt afþreyingarþjónusta hefur byggst upp í Mýrdalshreppi á undanförnum árum, samhliða uppbyggingu hótel- og veitingahúsa. Jöklaklifur, jöklagöngur, golf og hestaleiga voru einnig nefnd í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2. Þá var sýnt hvernig ferðamenn geta upplifað bráðið, rennandi hraun.

1.200 stiga heitt hraun rennur fram í sýningarsalinn á hraunsýningunni í Vík.Mynd/The Icelandic Lava Show, Vík.
„Það er adrenalínsportfélag hérna. Þá er verið að gera mótorcrossbraut. Fólk leikur sér, held ég, bara meira hér heldur en í borginni,“ segir Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík, sem segir hægt að spila þar golf lengur yfir árið en víðast hvar annarsstaðar á landinu. 

Þátturinn um Vík verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi laugardag klukkan 16.25 en einnig geta áskrifendur séð hann á Stöð 2 Frelsi. Í næsta þætti „Um land allt“ mánudaginn 25. nóvember, verður áfram fjallað um Mýrdalshrepp og sjónum beint að mannlífi í Mýrdal vestan Reynisfjalls. 

Hér má sjá myndskeið úr þættinum um Vík:


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.