Sportpakkinn: Giggs komst loksins á stórmót Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 15:45 Giggs fagnar eftir sigurinn á Ungverjum í Cardiff. vísir/getty Wales varð tuttugasta og síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins. Wales mætti Ungverjalandi í Cardiff í gær og varð að vinna til að ná öðru sætinu í E-riðlinum. Króatar voru öruggir, Ungverjum dugði jafntefli en þeir unnu Walesverja 1-0 í Búdapest með marki Máté Pátkai. Wales náði forystu á 15. mínútu, Joe Allen og Connor Roberts náðu vel saman og Roberts sendi Gareth Bale upp kantinn. Frábær fyrirgjöf Bale fór á kollinn á Aaron Ramsey, góð sókn skilaði glæsilegu marki. Ramsey var ekki með í fyrstu átta leikjunum í keppninni, kom af varamannabekknum í 2-0 sigri á Aserbaídsjan á laugardaginn. Ungverjar ógnuðu markinu á 27. mínútu, Botond Baráth skallaði aukaspyrnu fyrirliðans, Balázs Dzsudzsák yfir markið. Skömmu síðan náðu Walesverjar frábær sókn, Daniel James og Aaron Ramsey brunuðu fram og Bale fékk boltann á hægri kantinum, fyrirgjöf hans með hægri var mögnuð en Kiefer Moore skallaði yfir. Ungverjar urðu að skora og þeir voru nálægt því á 34. mínútu, Wayne Hennessey í markinu varði þá meistaralega í tvígang fyrst frá Dominik Szoboszlai og síðan aftur frá Roland Sallai. Seinni háfleikurinn var nýbyrjaður þegar Wales fékk aukaspyrnu. Ben Davies sendi boltann inn á vítateiginn, Moore reyndi skot en boltann fór á Ramsey sem sultuslakur skoraði framhjá Peter Gulácsi í marki Ungverja. Walesverjar fengu fínt tækifæri til að skora þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, Ramsey sendi á hinn eldfljóta Daniel James sem fór illa með Gergő Lovrencsics. Ramsey fékk boltann en Gulácsi varði frá honum. Walesverjar fögnuðu í leikslok, þeir enduðu í öðru sæti, unnu fjóra leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Fyrir fjórum árum lék Wales í fyrsta sinn í úrslitum Evrópumótsins, unnu þá riðilinn og enduðu einu stigi á undan Englendingum. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Portúgölum sem urðu Evrópumeistarar. Þá var Chris Coleman með liðið en tók Ryan Giggs tók við í janúar í fyrra. Giggs skoraði 12 mörk í 64 landsleikjum á árunum 1991-2007. Hann upplifaði aldrei að keppa á stórmóti líkt og margir frábærir fótboltamenn. Giggs lék 963 leiki með Manchester United, varð 13 sinnum Englandsmeistari og vann alls 34 titla á ferlinum. Þessi sigursæli knattspyrnumaður var að vonum kátur þegar EM farseðillinn var tryggður. „Eftir það sem gerðist í sumar [tap í tveimur leikjum í röð gegn Króatíu og Ungverjalandi] og vinna síðan sæti á EM sýnir báráttu, ákveðni, gæði og baráttuanda strákanna. Aldrei að gefast upp. Þeir eiga mikið hrós. Við máttum ekki gera mistök og frammistaða strákanna verðskuldar úrslitin,“ sagði Giggs. Aaron Ramsey hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. „Já betra er seint en aldrei. Við höfum saknað hans og þau gæði sem hann býr yfir. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum en slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Það er ekki hægt að vinna með betri leikmanni, hann var góður á laugardag [í 2-0 sigri á Aserbaídsjan] og hann hélt áfram í kvöld. Þú þarft að vera góður í fótbolta og ég er svo sannarlega ánægður með hann,“ sagði Ramsey. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Walesverjar komnir á EM EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Wales varð tuttugasta og síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins. Wales mætti Ungverjalandi í Cardiff í gær og varð að vinna til að ná öðru sætinu í E-riðlinum. Króatar voru öruggir, Ungverjum dugði jafntefli en þeir unnu Walesverja 1-0 í Búdapest með marki Máté Pátkai. Wales náði forystu á 15. mínútu, Joe Allen og Connor Roberts náðu vel saman og Roberts sendi Gareth Bale upp kantinn. Frábær fyrirgjöf Bale fór á kollinn á Aaron Ramsey, góð sókn skilaði glæsilegu marki. Ramsey var ekki með í fyrstu átta leikjunum í keppninni, kom af varamannabekknum í 2-0 sigri á Aserbaídsjan á laugardaginn. Ungverjar ógnuðu markinu á 27. mínútu, Botond Baráth skallaði aukaspyrnu fyrirliðans, Balázs Dzsudzsák yfir markið. Skömmu síðan náðu Walesverjar frábær sókn, Daniel James og Aaron Ramsey brunuðu fram og Bale fékk boltann á hægri kantinum, fyrirgjöf hans með hægri var mögnuð en Kiefer Moore skallaði yfir. Ungverjar urðu að skora og þeir voru nálægt því á 34. mínútu, Wayne Hennessey í markinu varði þá meistaralega í tvígang fyrst frá Dominik Szoboszlai og síðan aftur frá Roland Sallai. Seinni háfleikurinn var nýbyrjaður þegar Wales fékk aukaspyrnu. Ben Davies sendi boltann inn á vítateiginn, Moore reyndi skot en boltann fór á Ramsey sem sultuslakur skoraði framhjá Peter Gulácsi í marki Ungverja. Walesverjar fengu fínt tækifæri til að skora þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, Ramsey sendi á hinn eldfljóta Daniel James sem fór illa með Gergő Lovrencsics. Ramsey fékk boltann en Gulácsi varði frá honum. Walesverjar fögnuðu í leikslok, þeir enduðu í öðru sæti, unnu fjóra leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Fyrir fjórum árum lék Wales í fyrsta sinn í úrslitum Evrópumótsins, unnu þá riðilinn og enduðu einu stigi á undan Englendingum. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Portúgölum sem urðu Evrópumeistarar. Þá var Chris Coleman með liðið en tók Ryan Giggs tók við í janúar í fyrra. Giggs skoraði 12 mörk í 64 landsleikjum á árunum 1991-2007. Hann upplifaði aldrei að keppa á stórmóti líkt og margir frábærir fótboltamenn. Giggs lék 963 leiki með Manchester United, varð 13 sinnum Englandsmeistari og vann alls 34 titla á ferlinum. Þessi sigursæli knattspyrnumaður var að vonum kátur þegar EM farseðillinn var tryggður. „Eftir það sem gerðist í sumar [tap í tveimur leikjum í röð gegn Króatíu og Ungverjalandi] og vinna síðan sæti á EM sýnir báráttu, ákveðni, gæði og baráttuanda strákanna. Aldrei að gefast upp. Þeir eiga mikið hrós. Við máttum ekki gera mistök og frammistaða strákanna verðskuldar úrslitin,“ sagði Giggs. Aaron Ramsey hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. „Já betra er seint en aldrei. Við höfum saknað hans og þau gæði sem hann býr yfir. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum en slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Það er ekki hægt að vinna með betri leikmanni, hann var góður á laugardag [í 2-0 sigri á Aserbaídsjan] og hann hélt áfram í kvöld. Þú þarft að vera góður í fótbolta og ég er svo sannarlega ánægður með hann,“ sagði Ramsey. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Walesverjar komnir á EM
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
„Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30