Wa­les á EM | Marka­veisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýska­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Wales fagna.
Leikmenn Wales fagna. vísir/getty
Wales tryggði sér sæti á HM með 2-0 sigri á Ungverjalandi í hreinum úrslitaleik um sæti á EM 2020 á heimavelli í kvöld.Aaron Ramsey var funheitur í kvöld og skoraði bæði mörk Wales. Fyrra markið skoraði hann á 15. mínútu eftir frábæran undirbúning Gareth Bale og það síðara á 47. mínútu.Wales endar því í öðru sæti riðilsins með fjórtán stig, þremur stigum á eftir toppliði Króatíu, en Slóvakía og Ungverjaland sitja eftir með sárt ennið.Georginio Wijnaldum var í banastuði er Holland vann 5-0 sigur á Eistlandi á heimavelli. Liverpool-maðurinn skoraði þrjú mörk en Nathan Ake og Myron Boadu bættu við sitthvoru markinu.Í sama riðli skoruðu Þjóðverjar sex mörk gegn Norður-Írlandi í 6-1 sigri. Norður-Írland komst yfir en þeir þýsku gengu þá á lagið.Serge Gnabry gerði þrjú mörk, Leon Goretzka tvö og Julian Brandt eitt. Þýskaland endar með 21 stig, Holland 19 en Norður-Írland 13.Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins. Belgía skoraði sex mörk gegn Kýpur í 6-1 sigri er liðin mættust í I-riðlinum og Rússía vann 5-0 sigur á San Marínó í sama riðli.Kevin De Bruyne skoraði tvö mörk fyrir Belgíu sem og Christian Benteke. Yannick Ferreira-Carrasco gerði eitt mark og eitt mark var sjálfsmark en Kýpur komst yfir í leiknum.Belgarnir vinna riðilinn með fullt hús stiga, Rússarnir enda í öðru sætinu með 24 og Skotar í þriðja með fimmtán stig.Öll úrslit kvöldsins:

C-riðill:

Þýskaland - Norður Írland 6-1

Holland - Eistland 5-0E-riðill:

Slóvakía - Aserbaídsjan 2-0

Wales - Ungverjaland 2-0G-riðill:

Norður Makedónía - Ísrael 1-0

Lettland - Austurríki 1-0

Pólland - Slóvenía 3-2I-riðill:

Belgía - Kýpur 6-1

San Marinó - Rússland 0-5

Skotland - Kasakstan 3-1

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.