Fótbolti

Ís­land mætir Rúmeníu eða Ung­verja­landi í um­spilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mótherjarnir verða annað hvort Rúmenía eða Ungverjaland.
Mótherjarnir verða annað hvort Rúmenía eða Ungverjaland. vísir/getty/samsett

Eftir úrslit kvöldsins í undankeppni EM 2020 er ljóst að Ísland mætir annað hvort Rúmeníu eða Ungverjalandi í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á mótinu næsta sumar.

Wales og Slóvakía tryggðu sér sæti á EM í kvöld og því fer Ungverjaland í umspilið. Ísland er því í riðli með þremur liðum úr C-deild Þjóðadeildarinnar í umspilinu.

Það er ekki klárt hvaða lið það verður sem Ísland mætir en það skýrist í drættinum á föstudaginn. Ljóst er þó að það verður annað hvort Ungverjaland eða Rúmenía.

Undanúrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli 26. mars 2020 og vinni strákarnir okkar þann leik leika þeir úrslitaleikinn þann 31. mars gegn sigurvegaranum í hinum undanúrslitaleiknum í umspili A.

Umspilsleikina fyrir EM 2020 má sjá hér að neðan en þetta skýrist enn betur á föstudaginn er dregið verður í umspil A og C.

Umspil A
Ísland - Ungverjaland/Rúmenía
Búlgaría/Ísrael - Ungverjaland/Rúmenía

Umspil B
Bosnía - Norður-Írland
Slóvakía - Írland

Umspil C
Skotland - Búlgaría/Ísrael/Ungverjaland/Rúmenía Noregur - Serbía

Umspil D
Georgía - Hvíta-Rússland
Norður-Makedónía - Kósóvó

Ljóst er hvaða tuttugu lið eru komin á EM en það skýrist svo í mars hvaða fjögur síðustu lið verða með á EM 2020 sem fer fram í tólf löndum.

Þessi 20 lið eru komin á EM:
Belgía
Ítalía
Rússland
Pólland
Úkraína
Spánn
Frakkland
Tyrkland
England
Tékkland
Finnland
Svíþjóð
Króatía
Austurríki
Holland
Þýskaland
Portúgal
Sviss
Danmörk
WalesAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.