Erlent

Fótboltamaður grunaður um að vera höfuðpaur eiturlyfjahrings

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Contreras í leik Aris gegn AEK árið 2009.
Contreras í leik Aris gegn AEK árið 2009. Nordicphotos/Getty
Sergio Contreas, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, var handtekinn á þriðjudag, grunaður um að vera höfuðpaur eiturlyfjahrings sem starfar á suðurhluta Spánar. Contreras var á ferli sínum þekktur sem Koke, en þó ekki hinn þekkti landsliðsmaður Koke sem spilar með Atletico Madrid.Handtakan fór fram í bænum Este­pona, sem er mitt á milli Gíbraltar­höfða og hins vinsæla ferða­manna­staðar Marbella. Á sama tíma fóru fram lögregluaðgerðir víðs vegar um suðurhluta Spánar, svo sem í borgunum Sevilla, Malaga og Granada. Í aðgerðunum voru alls 20 manns handteknir, hald lagt á eitt tonn af kannabisefnum og 700 þúsund evrur í peningum, eða rúmlega 95 milljónir króna.Samkvæmt lögreglunni er Contreras grunaður um að vera leiðtogi hópsins og að skipuleggja starfsemina. Er honum nú haldið í gæsluvarðhaldi í borginni Malaga.Contreras er 36 ára gamall og lék fótbolta frá 2001 til 2016 sem framherji. Hann hóf ferilinn í heimabæ sínum Malaga en fór ungur til franska liðsins Marseille þar sem hann skoraði 6 mörk í 43 leikjum.Eftir stutt lán til Sporting Lissabon spilaði Contreras í fimm ár með gríska liðinu Aris. Eftir það varð hann hálfgerður flækingur og spilaði meðal annars með Houston Dynamo í Bandaríkjunum, FC Baku í Aserbaídjsan, Blooming í Bólivíu og NorthEast United á Indlandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.