Fótbolti

Zlatan hefur viðræður við AC Milan

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Endurkoma í kortunum?
Endurkoma í kortunum? vísir/getty
Mino Raiola, umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic, hefur hafið viðræður við AC Milan og gæti þessi sænska goðsögn snúið aftur í ítalska boltann þegar opnað verður fyrir félagaskipti í janúar.Hinn 38 ára gamli Zlatan er í leit að nýju félagi en hann yfirgaf LA Galaxy á dögunum eftir að hafa skorað 53 mörk í 58 leikjum í MLS deildinni á undanförnum tveimur árum.Zlatan er mikils metinn innan AC Milan en hann skoraði 56 mörk í 85 leikjum fyrir félagið frá 2010-2012 og hjálpaði félaginu að vinna Serie A 2011 en síðan þá hefur þetta stórveldi ekkert unnið og má nú muna sinn fífil fegurri þar sem liðið er í 14.sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.Heimildir Sky á Ítalíu herma þó að töluvert langt sé í land í samningaviðræðum milli AC og Zlatan en launakröfur Svíans gætu reynst AC Milan ofviða. Talið er að félagið sé tilbúið að bjóða Zlatan 18 mánaða samning en Ítölunum er sniðinn þröngur stakkur í peningamálum í ljósi þess að vera til að mynda í banni frá Evrópukeppnum eftir að hafa brotið Financial Fair Play reglur.Zlatan hefur einnig verið orðaður við Bologna í ítalska boltanum og eflaust eru mörg áhugaverð félög um allan heim sem renna hýru auga til kappans.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.