„Allir hjá Liverpool hafa bætt sig undir stjórn Klopps“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2019 14:30 Liverpool varð Evrópumeistari eftir 2-0 sigur á Tottenham í Madríd í vor. vísir/getty Ævisaga Jürgens Klopp, Bring the Noise, er komin út á íslensku undir nafninu Allt í botn. Klopp hefur stýrt Liverpool frá haustinu 2015. Undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari í vor og er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar þetta er skrifað. Áður hann tók við Liverpool stýrði hann Borussia Dortmund sem hann gerði tvisvar að þýskum meisturum. Raphael Honigstein, höfundur ævisögu Klopps, var staddur hér á landi í síðustu viku og ræddi við Vísi. „Góður stjóri, eða mjög góður stjóri, þarf fyrst og fremst að búa yfir tveimur eiginleikum,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. „Hann þarf að geta hvatt leikmenn áfram og látið þá líða vel með sjálfa sig. Og hafa mjög sterka sýn á það sem hann vill láta leikmennina sína gera og hjálpa þeim að spila betur.“ Vitnisburður um frábæran stjóraLeikmenn elska að spila fyrir Klopp.vísir/gettyHonigstein segir að Klopp sé mjög sterkur í mannlega þættinum og leikmenn njóti þess að spila undir hans stjórn. „Að þjálfa þýðir að hjálpa einhverjum að standa sig vel. Það gleymist stundum. Þú þarft meira en hugmyndir um taktík og leikstíl. Þú þarft að sjá til þess að leikmenn geti spilað betur,“ sagði Honigstein. „Á því augnabliki verða leikmenn þakklátir og eru tilbúnir að gera allt fyrir þig, því þeim finnst þú geta hjálpað þeim. Klopp hefur sýnt þetta hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ef þú horfir á liðið hjá Liverpool og ferð yfir það leikmann fyrir leikmann hafa allir bætt sig. Sumir hafa náð hæðum sem þú hélst að væru ekki mögulegar miðað við hæfileika. Það er vitnisburður um frábæran stjóra.“ Besta skyndisóknalið heimsKlopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október 2015.vísir/gettyLiverpool hefur tekið stór skref fram á við á hverju tímabili eftir að Klopp tók við liðinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. „Hann hefur breytt miklu hjá Liverpool. Hann innleiddi leikstíl sem kveikti aftur í stuðningsmönnum liðsins og lét þeim líða vel með að halda með liðinu. Hann bjó til samheldni sem var ekki til staðar áður; tengingu milli leikmanna, milli leikmanna og félagsins, milli stuðningsmanna og Anfield,“ sagði Honigstein. Hann segir að Klopp hafi mjög fastmótaðir hugmyndir hvernig hann vill láta liðin sín spila; heví metal fótboltann svokallaða. „Liverpool spilar á mjög háu tempói og af miklum krafti. Þeir eru besta skyndisóknalið í heimi en geta líka spilað boltanum á milli sín. Allt þetta var ekki til staðar 2015, þegar hann tók við Liverpool. Hann hefur byggt upp lið í sinni mynd sem er fullkomið fyrir Klopp-boltann.“ Gæti tekið við þýska landsliðinuKlopp gerði Dortmund tvisvar að Þýskalandsmeisturum.vísir/gettySamningur Klopps við Liverpool rennur út sumarið 2022. En hvað tekur við hjá honum þegar hann yfirgefur Liverpool, hvenær sem það verður? „Ég held að hann hafi ekki enn ákveðið það. Ég held að hann geri ekki áætlanir mörg ár fram í tímann. Honum gæti fundist hann þurfa að slaka á eftir að hafa þjálfað sjö ár þrisvar sinnum í röð í mjög krefjandi umhverfi,“ sagði Honigstein en Klopp var sjö ár við stjórnvölinn hjá bæði Mainz og Dortmund. „Það er talað um að hann gæti tekið sér frí eða tekið við þýska landsliðinu. Þýskaland heldur EM 2024 og honum gæti fundist það spennandi tilhugsun að gera það sem hann hefur gert með félagslið með heila þjóð. En ég held að hann hafi ekki enn ákveðið hvað hann gerir.“Klippa: Hvernig hefur Klopp snúið gengi Liverpool við? Enski boltinn Tengdar fréttir „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 „Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Sjá meira
Ævisaga Jürgens Klopp, Bring the Noise, er komin út á íslensku undir nafninu Allt í botn. Klopp hefur stýrt Liverpool frá haustinu 2015. Undir hans stjórn varð liðið Evrópumeistari í vor og er með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar þetta er skrifað. Áður hann tók við Liverpool stýrði hann Borussia Dortmund sem hann gerði tvisvar að þýskum meisturum. Raphael Honigstein, höfundur ævisögu Klopps, var staddur hér á landi í síðustu viku og ræddi við Vísi. „Góður stjóri, eða mjög góður stjóri, þarf fyrst og fremst að búa yfir tveimur eiginleikum,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. „Hann þarf að geta hvatt leikmenn áfram og látið þá líða vel með sjálfa sig. Og hafa mjög sterka sýn á það sem hann vill láta leikmennina sína gera og hjálpa þeim að spila betur.“ Vitnisburður um frábæran stjóraLeikmenn elska að spila fyrir Klopp.vísir/gettyHonigstein segir að Klopp sé mjög sterkur í mannlega þættinum og leikmenn njóti þess að spila undir hans stjórn. „Að þjálfa þýðir að hjálpa einhverjum að standa sig vel. Það gleymist stundum. Þú þarft meira en hugmyndir um taktík og leikstíl. Þú þarft að sjá til þess að leikmenn geti spilað betur,“ sagði Honigstein. „Á því augnabliki verða leikmenn þakklátir og eru tilbúnir að gera allt fyrir þig, því þeim finnst þú geta hjálpað þeim. Klopp hefur sýnt þetta hjá öllum félögum sem hann hefur verið hjá. Ef þú horfir á liðið hjá Liverpool og ferð yfir það leikmann fyrir leikmann hafa allir bætt sig. Sumir hafa náð hæðum sem þú hélst að væru ekki mögulegar miðað við hæfileika. Það er vitnisburður um frábæran stjóra.“ Besta skyndisóknalið heimsKlopp tók við Liverpool af Brendan Rodgers í október 2015.vísir/gettyLiverpool hefur tekið stór skref fram á við á hverju tímabili eftir að Klopp tók við liðinu fyrir rúmum fjórum árum síðan. „Hann hefur breytt miklu hjá Liverpool. Hann innleiddi leikstíl sem kveikti aftur í stuðningsmönnum liðsins og lét þeim líða vel með að halda með liðinu. Hann bjó til samheldni sem var ekki til staðar áður; tengingu milli leikmanna, milli leikmanna og félagsins, milli stuðningsmanna og Anfield,“ sagði Honigstein. Hann segir að Klopp hafi mjög fastmótaðir hugmyndir hvernig hann vill láta liðin sín spila; heví metal fótboltann svokallaða. „Liverpool spilar á mjög háu tempói og af miklum krafti. Þeir eru besta skyndisóknalið í heimi en geta líka spilað boltanum á milli sín. Allt þetta var ekki til staðar 2015, þegar hann tók við Liverpool. Hann hefur byggt upp lið í sinni mynd sem er fullkomið fyrir Klopp-boltann.“ Gæti tekið við þýska landsliðinuKlopp gerði Dortmund tvisvar að Þýskalandsmeisturum.vísir/gettySamningur Klopps við Liverpool rennur út sumarið 2022. En hvað tekur við hjá honum þegar hann yfirgefur Liverpool, hvenær sem það verður? „Ég held að hann hafi ekki enn ákveðið það. Ég held að hann geri ekki áætlanir mörg ár fram í tímann. Honum gæti fundist hann þurfa að slaka á eftir að hafa þjálfað sjö ár þrisvar sinnum í röð í mjög krefjandi umhverfi,“ sagði Honigstein en Klopp var sjö ár við stjórnvölinn hjá bæði Mainz og Dortmund. „Það er talað um að hann gæti tekið sér frí eða tekið við þýska landsliðinu. Þýskaland heldur EM 2024 og honum gæti fundist það spennandi tilhugsun að gera það sem hann hefur gert með félagslið með heila þjóð. En ég held að hann hafi ekki enn ákveðið hvað hann gerir.“Klippa: Hvernig hefur Klopp snúið gengi Liverpool við?
Enski boltinn Tengdar fréttir „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 „Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30 Mest lesið „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti Fleiri fréttir „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Sjá meira
„Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58
„Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir að leikstíll þýska landsliðsins hafi breyst síðasta árið. 19. nóvember 2019 14:30