Glæsilegt tveggja daga barnaþing sett í Hörpu Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2019 20:00 Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. Sjálfur hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í handbolta en endað sem forseti. Umboðsmaður barna hefur hóp ungmenna í hópi ráðgjafa sem koma að undirbúningi og þinghaldi barnaþings. Þeirra á meðal eru Vigdís Sóley Vignisdóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Eiður Axelsson nemandi í Sæmundarskóla.Hvað er Barnaþing?„Það er staður þar sem börn koma saman og segja skoðanir sínar um ákveðin málefni. Fullorðnir eru þar líka, sem hafa völd, til að hlusta og gera eitthvað úr málunum,“ segir Vigdís Sóley.Eykur þetta áhuga barna og ungmenna á að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni?„Ég vona það. Vona líka að við fáum nýliðun í ráðgjafahópinn til að taka þátt í þessu rosalega skemmtilega sem við gerum svona á hverjum degi,“ segir Eiður. Fyrsta barnaþing á Íslandi sem stendur í tvo daga var sett í Hörpu í dag að viðstöddum forseta Íslands, sjö ráðherrum, forseta Alþingis og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara barnaþings. Og það voru margir þingfulltrúar sem vildu heilsa upp á hana, fyrsta lýðræðilega kosnu konuna í forsetastóli.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/EinarSalvör Nordal umboðsmðaur barna segir börn í sjötta til tíunda bekk alls staðar að af landinu sækja þingið.Hvað er stóra verkefnið sem bíður þeirra?„Þau fá mjög opna spurningu í fyrramálið. Setjast hérna við borð og ræða saman. Þau raunverulega ráða því hvaða mál verða sett á dagskrá og hvað er mikilvægast fyrir þau að ræða,“ segir Salvör. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í léttu spjalli við nokkra ráðgjafa þingsins að eitt mikilvægasta verkefni skólanna væri að efla sjálfstraust nemenda. Sjálfur hafi hann verið feiminn í æsku „En ég get sagt við ykkur hin. Þið eigið að setja ykkur markmið. Þið eigið að þora,“ sagði Guðni. Og þegar hann var spurður hvort hann hafi átt sér þann draum sem barn að verða forseti svaraði forsetinn: „Ekki sem barn og ekki heldur sem fullorðinn,“ og uppskar mikinn hlátur þinggesta. Hann hafi ætlað að verða atvinnumaður í handbolta eins og bróðir hans Patrekur. „Þannig að munið eftir því sem ég var að segja um að setja sér markmið. Maður þarf líka að endurskoða markmiðin,“ sagði forseti Íslands.Ráðherrar gerðu sér ferð á Barnaþing í dag.Vísir/EinarGlatt á hjalla í Hörpu.Vísir/Einar Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Forseti Íslands sagði börnum á barnaþingi í dag að mikilvægt væri að setja sér markmið en vera reiðubúinn að endurskoða þau. Sjálfur hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í handbolta en endað sem forseti. Umboðsmaður barna hefur hóp ungmenna í hópi ráðgjafa sem koma að undirbúningi og þinghaldi barnaþings. Þeirra á meðal eru Vigdís Sóley Vignisdóttir nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð og Eiður Axelsson nemandi í Sæmundarskóla.Hvað er Barnaþing?„Það er staður þar sem börn koma saman og segja skoðanir sínar um ákveðin málefni. Fullorðnir eru þar líka, sem hafa völd, til að hlusta og gera eitthvað úr málunum,“ segir Vigdís Sóley.Eykur þetta áhuga barna og ungmenna á að taka þátt í stjórnmálum í framtíðinni?„Ég vona það. Vona líka að við fáum nýliðun í ráðgjafahópinn til að taka þátt í þessu rosalega skemmtilega sem við gerum svona á hverjum degi,“ segir Eiður. Fyrsta barnaþing á Íslandi sem stendur í tvo daga var sett í Hörpu í dag að viðstöddum forseta Íslands, sjö ráðherrum, forseta Alþingis og Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og verndara barnaþings. Og það voru margir þingfulltrúar sem vildu heilsa upp á hana, fyrsta lýðræðilega kosnu konuna í forsetastóli.Salvör Nordal, umboðsmaður barna.Vísir/EinarSalvör Nordal umboðsmðaur barna segir börn í sjötta til tíunda bekk alls staðar að af landinu sækja þingið.Hvað er stóra verkefnið sem bíður þeirra?„Þau fá mjög opna spurningu í fyrramálið. Setjast hérna við borð og ræða saman. Þau raunverulega ráða því hvaða mál verða sett á dagskrá og hvað er mikilvægast fyrir þau að ræða,“ segir Salvör. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sagði í léttu spjalli við nokkra ráðgjafa þingsins að eitt mikilvægasta verkefni skólanna væri að efla sjálfstraust nemenda. Sjálfur hafi hann verið feiminn í æsku „En ég get sagt við ykkur hin. Þið eigið að setja ykkur markmið. Þið eigið að þora,“ sagði Guðni. Og þegar hann var spurður hvort hann hafi átt sér þann draum sem barn að verða forseti svaraði forsetinn: „Ekki sem barn og ekki heldur sem fullorðinn,“ og uppskar mikinn hlátur þinggesta. Hann hafi ætlað að verða atvinnumaður í handbolta eins og bróðir hans Patrekur. „Þannig að munið eftir því sem ég var að segja um að setja sér markmið. Maður þarf líka að endurskoða markmiðin,“ sagði forseti Íslands.Ráðherrar gerðu sér ferð á Barnaþing í dag.Vísir/EinarGlatt á hjalla í Hörpu.Vísir/Einar
Börn og uppeldi Krakkar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira