Fótbolti

Ef Íslendingar komast á EM verða þeir með Þjóðverjum í riðli

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslendingar mæta Þjóðverjum ef þeir komast á EM 2020.
Íslendingar mæta Þjóðverjum ef þeir komast á EM 2020. vísir/getty

Ef Ísland kemst á EM 2020 verður liðið í F-riðli með Þýskalandi og tveimur öðrum liðum.

Dregið var um þetta í dag. Sigurvegarinn í A-umspilinu (Ísland, Rúmenía, Búlgaría eða Ungverjaland) verður í F-riðlinum með Þýskalandi.

Allir leikir Þjóðverja fara fram á Allianz Arena, heimavelli Þýskalandsmeistara Bayern München.

Ef Ísland kemst á EM leikur liðið því einn leik á Allianz Arena. Hinir tveir fara fram á Puskás Arena í Búdapest, nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Ungverja.

Ísland mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli í undanúrslitum umspilsins 26. mars 2020. Sigurvegarinn mætir annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi í úrslitaleik umspilsins. Úrslitaleikurinn fer fram í Sofíu eða Búdapest.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.