Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:28 Írakskir mótmælendur kveikja elda úti á götum. getty/Murtadha Sudani Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi í suður Írak og minnst fimm létust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst tveir létust og fimmtíu særðust til viðbótar nærri hafnarborginni Basra á sunnudag. Seint á laugardag létust minnst þrír mótmælendur og fjörutíu aðrir voru særðir í Nasiriya. Síðan ofbeldið hófst í október hafa meira en 300 manns látist og þúsundir særst. Írakskur almenningur hefur leitað út á götur og krefjast þess að spilling verði upprætt, fleiri störf verði búin til og betri almannaþjónustu. Mótmælin hafa haft mest áhrif í suðurhluta Írak og í höfuðborginni, Bagdad.Írakskir mótmælendur hafa sett upp vegtálma.getty/Murtadha SudaniÁ sunnudag kveiktu mótmælendur elda fyrir framan opinberar byggingar, settu upp vegatálma á brúm og lokuðu skólum í Nasiriya, sem er um 300 km. suður af Bagdad. Yfirvöld hafa reynt ýmislegt til að opna aftur skóla, en sunnudagar eru fyrsti dagur vinnuvikunnar í Írak, en mótmælendur hafa hundsað þær tilraunir. Seint á laugardag þurftu heilbrigðisyfirvöld að flytja börn úr sjúkrahúsi í miðborg Nasiriya eftir að táragas barst inn í bygginguna eftir átök milli lögreglu og mótmælenda, samkvæmt fréttastofu Reuters. Í borginni Basra, hafa mótmælendur sett upp vegatálma á öllum helstu umferðaræðum sem liggja til hafnarborgarinnar Umm Qasr. Einnig kom til átakanna í heilögu borginni Karbala í nótt og talið er að um 35 manns hafi særst.Atvinnuleysi og spilling Rétt rúmt ár er síðan Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra, tók við embættinu og lofaði hann ýmsum úrbætum sem enn hafa ekki orðið að veruleika. Ungir Írakar héldu út á götur til að mótmæla þann 1. október síðastliðinn og kröfðust þess að eitthvað yrði gert í háu atvinnuleysishlutfalli, viðvarandi spillingu og lélegri almannaþjónustu.getty/Murtadha SudaniMótmælin stigmögnuðust og breiddust út um landið eftir að mótmælandi var drepinn. Eftir fyrstu mótmælabylgjuna, sem varði í sex daga og 149 létust í, lofaði Abdul Mahdi að hann myndi skipta fólki út í ríkisstjórn sinni, lækka laun hjá hátt settum starfsmönnum og setti fram áætlun um að minnka atvinnuleysi meðal ungmenna. Mótmælendur tóku ekki vel í þetta, sögðu að kröfum þeirra hafi verið mætt og hófu mótmæli að nýju í lok október. Barham Saleh, forseti Írak, hefur sagt að Abdul Mahdi muni segja af sér takist stjórnmálaflokkum að komast að samkomulagi um það hver muni taka við. Írak Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Írakskar öryggissveitir skutu mótmælendur á færi í suður Írak og minnst fimm létust. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst tveir létust og fimmtíu særðust til viðbótar nærri hafnarborginni Basra á sunnudag. Seint á laugardag létust minnst þrír mótmælendur og fjörutíu aðrir voru særðir í Nasiriya. Síðan ofbeldið hófst í október hafa meira en 300 manns látist og þúsundir særst. Írakskur almenningur hefur leitað út á götur og krefjast þess að spilling verði upprætt, fleiri störf verði búin til og betri almannaþjónustu. Mótmælin hafa haft mest áhrif í suðurhluta Írak og í höfuðborginni, Bagdad.Írakskir mótmælendur hafa sett upp vegtálma.getty/Murtadha SudaniÁ sunnudag kveiktu mótmælendur elda fyrir framan opinberar byggingar, settu upp vegatálma á brúm og lokuðu skólum í Nasiriya, sem er um 300 km. suður af Bagdad. Yfirvöld hafa reynt ýmislegt til að opna aftur skóla, en sunnudagar eru fyrsti dagur vinnuvikunnar í Írak, en mótmælendur hafa hundsað þær tilraunir. Seint á laugardag þurftu heilbrigðisyfirvöld að flytja börn úr sjúkrahúsi í miðborg Nasiriya eftir að táragas barst inn í bygginguna eftir átök milli lögreglu og mótmælenda, samkvæmt fréttastofu Reuters. Í borginni Basra, hafa mótmælendur sett upp vegatálma á öllum helstu umferðaræðum sem liggja til hafnarborgarinnar Umm Qasr. Einnig kom til átakanna í heilögu borginni Karbala í nótt og talið er að um 35 manns hafi særst.Atvinnuleysi og spilling Rétt rúmt ár er síðan Adel Abdul Mahdi, forsætisráðherra, tók við embættinu og lofaði hann ýmsum úrbætum sem enn hafa ekki orðið að veruleika. Ungir Írakar héldu út á götur til að mótmæla þann 1. október síðastliðinn og kröfðust þess að eitthvað yrði gert í háu atvinnuleysishlutfalli, viðvarandi spillingu og lélegri almannaþjónustu.getty/Murtadha SudaniMótmælin stigmögnuðust og breiddust út um landið eftir að mótmælandi var drepinn. Eftir fyrstu mótmælabylgjuna, sem varði í sex daga og 149 létust í, lofaði Abdul Mahdi að hann myndi skipta fólki út í ríkisstjórn sinni, lækka laun hjá hátt settum starfsmönnum og setti fram áætlun um að minnka atvinnuleysi meðal ungmenna. Mótmælendur tóku ekki vel í þetta, sögðu að kröfum þeirra hafi verið mætt og hófu mótmæli að nýju í lok október. Barham Saleh, forseti Írak, hefur sagt að Abdul Mahdi muni segja af sér takist stjórnmálaflokkum að komast að samkomulagi um það hver muni taka við.
Írak Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira