Segja Assange svo veikan að hann „gæti dáið í fangelsi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 08:09 Julian Assange. Vísir/getty Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Í bréfi læknanna segir að Assange sé svo heilsuveill að þeir óttist að hann gæti látið lífið í fangelsinu. Guardian greinir frá. Assange hefur verið í fangelsinu síðan hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann er m.a. ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, sem hafa lagt fram framsalsbeiðni á hendur honum, og þar gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sjá einnig: Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Tugir lækna hafa nú sent Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem mælst er til þess að Assange verði færður úr Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á „átakanlegum vitnisburði“ þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum, svo og á skýrslu Nils Melzer, sérstaks skýrslugerðarmanns Sameinuðu þjóðanna um pyntingar. Guardian hefur eftir Melzer að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Við ritum þetta opna bréf, sem læknar, til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum okkar af líkamlegri og andlegri heilsu Julians Assange,“ segir í bréfi læknanna. „Komi ekki til þess að ráðist verði í bráðnauðsynlega meðferð og mat [á heilsu Assange], höfum við raunverulegar áhyggjur af því, byggðar á sönnunargögnum sem nú eru tiltæk, að herra Assange gæti dáið í fangelsi. […] Við höfum engan tíma að missa.“ Kristinn Hrafnsson gagnrýndi aðbúnað Assange í fangelsinu í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Læknarnir sem skrifa undir bréfið eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Srí Lanka og Póllandi. Í frétt Guardian segir að Assange hafi virst veikburða þegar hann var leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði. Þá hafi hann einnig virst ringlaður í hvert skipti sem hann var beðinn um að tala. Hann hafi átt í erfiðleikum með að muna afmælisdag sinn og tjáði dómaranum í lok réttarhaldanna að hann hefði ekki skilið það sem þar hefði farið fram. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í síðustu viku niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði í kjölfarið að málið væri réttarsfarslegur skandall en minnti um leið á það sem hann kallaði „stóra málið“, áðurnefnda ákæru ríkisstjórnar Donalds Trumps sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda,“ sagði Kristinn. Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Yfir sextíu læknar hafa skrifað undir opið bréf þar sem þeir lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af heilsufari Julians Assange, stofnanda Wikileaks, sem situr nú í öryggisfangelsi í Lundúnum. Í bréfi læknanna segir að Assange sé svo heilsuveill að þeir óttist að hann gæti látið lífið í fangelsinu. Guardian greinir frá. Assange hefur verið í fangelsinu síðan hann var handtekinn af bresku lögreglunni í apríl. Hann er m.a. ákærður fyrir fjölda brota í Bandaríkjunum, sem hafa lagt fram framsalsbeiðni á hendur honum, og þar gæti hann átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi. Sjá einnig: Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Tugir lækna hafa nú sent Priti Patel, innanríkisráðherra Bretlands, bréf þar sem mælst er til þess að Assange verði færður úr Belmarsh-öryggisfangelsinu í Lundúnum og á háskólasjúkrahús í borginni. Læknarnir byggja mat sitt á „átakanlegum vitnisburði“ þeirra sem sáu Assange þegar hann var leiddur fyrir dómara í október síðastliðnum, svo og á skýrslu Nils Melzer, sérstaks skýrslugerðarmanns Sameinuðu þjóðanna um pyntingar. Guardian hefur eftir Melzer að skeytingarleysið og ofbeldið sem Assange sé beittur í fangelsinu gæti kostað hann lífið, fyrr en síðar. „Við ritum þetta opna bréf, sem læknar, til að lýsa yfir alvarlegum áhyggjum okkar af líkamlegri og andlegri heilsu Julians Assange,“ segir í bréfi læknanna. „Komi ekki til þess að ráðist verði í bráðnauðsynlega meðferð og mat [á heilsu Assange], höfum við raunverulegar áhyggjur af því, byggðar á sönnunargögnum sem nú eru tiltæk, að herra Assange gæti dáið í fangelsi. […] Við höfum engan tíma að missa.“ Kristinn Hrafnsson gagnrýndi aðbúnað Assange í fangelsinu í síðustu viku.Vísir/Vilhelm Læknarnir sem skrifa undir bréfið eru frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Bretlandi, Svíþjóð, Ítalíu, Þýskalandi, Srí Lanka og Póllandi. Í frétt Guardian segir að Assange hafi virst veikburða þegar hann var leiddur fyrir dómara í síðasta mánuði. Þá hafi hann einnig virst ringlaður í hvert skipti sem hann var beðinn um að tala. Hann hafi átt í erfiðleikum með að muna afmælisdag sinn og tjáði dómaranum í lok réttarhaldanna að hann hefði ekki skilið það sem þar hefði farið fram. Saksóknarar í Svíþjóð lögðu í síðustu viku niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks sagði í kjölfarið að málið væri réttarsfarslegur skandall en minnti um leið á það sem hann kallaði „stóra málið“, áðurnefnda ákæru ríkisstjórnar Donalds Trumps sem krefst 175 ára fangelsisdóms yfir Assange fyrir brot á njósnalögum og leka á trúnaðargögnum. „Þetta snýst ekki bara um Julian sem er núna píndur í ógeðslegri vist í mesta öryggisfangelsi Bretlands, að mestu leyti í einangrun, og bíður réttarhalda í febrúar þar sem tekist verður á um framsalskröfu bandarískra stjórnvalda,“ sagði Kristinn.
Bretland WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14 „Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Segir meðferð nauðgunarásakana á hendur Assange ekkert annað en réttarfarslegan skandal Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir mál saksóknara í Svíþjóð gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks, réttarfarslegan skandal. Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Assange sem var grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 14:14
„Ég er hryðjuverkamaður að mati Bandaríkjastjórnvalda“ Þann 11. apríl síðastliðinn var Julian Assange stofnandi Wikileaks, handtekinn af bresku lögreglunni í Sendiráði Ekvador í London þar sem hann hafði fram að því notið pólitískrar verndar í sjö ár. 16. október 2019 11:30