Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um grófa árás gegn ungri konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 11:28 Tvítugi karlmaðurinn verður í gæsluvarðhald Vísir/Friðrik Þór Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á föstudaginn á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir tvítugum karlmanni sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sína. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds þar til að dómur fellur í málinu en niðurstaðan varð fjögurra vikna varðhald. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Vitni sá manninn bera ungu konuna blóðuga yfir Geirsgötuna aðfaranótt laugardagsins 19. október. Hann tjáði lögreglu eftir handtöku að fram hefðu farið „dramatísk sambandslit“ um nóttina. Endurtók hann ummælin „Sjáðu hvað ég hef gert.“ Áverkar á konunni voru miklir og auga hennar svo bólgið að hún gat ekki opnað það. Karlmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi að mestu leyti síðan hann var handtekinn fyrir fimm vikum. Fyrst í tæplega viku en gekk svo reyndar laus í skamma stund eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar. Lögregla kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem féllst á kröfu um gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna. Ríkir almannahagsmunir stæðu til þess að menn sem séu sterklega grunaðir um svo alvarleg ofbeldisbrot gengju ekki lausir. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Verjandi mannsins segir engan grundvöll til gæsluvarðhalds fyrir hendi. 25. október 2019 16:27 Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið dramatísk sambandsslit um nóttina. 5. nóvember 2019 15:00 Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember. 31. október 2019 08:24 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á föstudaginn á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir tvítugum karlmanni sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sína. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds þar til að dómur fellur í málinu en niðurstaðan varð fjögurra vikna varðhald. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Vitni sá manninn bera ungu konuna blóðuga yfir Geirsgötuna aðfaranótt laugardagsins 19. október. Hann tjáði lögreglu eftir handtöku að fram hefðu farið „dramatísk sambandslit“ um nóttina. Endurtók hann ummælin „Sjáðu hvað ég hef gert.“ Áverkar á konunni voru miklir og auga hennar svo bólgið að hún gat ekki opnað það. Karlmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi að mestu leyti síðan hann var handtekinn fyrir fimm vikum. Fyrst í tæplega viku en gekk svo reyndar laus í skamma stund eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar. Lögregla kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem féllst á kröfu um gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna. Ríkir almannahagsmunir stæðu til þess að menn sem séu sterklega grunaðir um svo alvarleg ofbeldisbrot gengju ekki lausir.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Verjandi mannsins segir engan grundvöll til gæsluvarðhalds fyrir hendi. 25. október 2019 16:27 Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið dramatísk sambandsslit um nóttina. 5. nóvember 2019 15:00 Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember. 31. október 2019 08:24 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Sjá meira
Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09
Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Verjandi mannsins segir engan grundvöll til gæsluvarðhalds fyrir hendi. 25. október 2019 16:27
Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið dramatísk sambandsslit um nóttina. 5. nóvember 2019 15:00
Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember. 31. október 2019 08:24