Innlent

Tví­tugur karl­maður í ein­angrun grunaður um til­raun til mann­dráps

Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann sætir einangrun.
Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald um helgina á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann sætir einangrun. vísir/vilhelm

Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags.

Er málið meðal annars rannsakað sem tilraun til manndráps og sætir maðurinn nú einangrun.

Þetta staðfestir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hún segir málið á viðkvæmu stigi og að ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.

Uppfært klukkan 12:13:

Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu vegna málsins:

Karlmaður um tvítugt var um helgina í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, eða til 25. október, á grundvelli rannsóknarhagsmuna á kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á alvarlegri líkamsárás.


Tilkynning um málið barst lögreglu aðfaranótt laugardags og var maðurinn handtekinn á vettvangi miðsvæðis í borginni. Árásarþoli, ung kona, var fluttur á slysadeild. Rannsókn málsins miðar vel.

Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.