Innlent

Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Maðurinn hefur verið handtekinn á nýjan leik.
Maðurinn hefur verið handtekinn á nýjan leik. visir/friðrik
Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember.

Greint var frá málinu þann 21. október og þá sagt frá því að maðurin hafðui verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði hins vegar kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald síðastliðinn föstudag. Var honum því sleppt úr haldi.

Í tilkynningu frá lögreglunni í morgun segir hins vegar að Landsréttur hafi snúið úrskurði héraðsdóms við og úrskurðað manninn í gæsluvarðhald til 22. nóvembers, á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hefur maðurinn því verið handtekinn og færður í gæsluvarðhald.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×