Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um grófa árás gegn ungri konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2019 11:28 Tvítugi karlmaðurinn verður í gæsluvarðhald Vísir/Friðrik Þór Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á föstudaginn á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir tvítugum karlmanni sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sína. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds þar til að dómur fellur í málinu en niðurstaðan varð fjögurra vikna varðhald. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Vitni sá manninn bera ungu konuna blóðuga yfir Geirsgötuna aðfaranótt laugardagsins 19. október. Hann tjáði lögreglu eftir handtöku að fram hefðu farið „dramatísk sambandslit“ um nóttina. Endurtók hann ummælin „Sjáðu hvað ég hef gert.“ Áverkar á konunni voru miklir og auga hennar svo bólgið að hún gat ekki opnað það. Karlmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi að mestu leyti síðan hann var handtekinn fyrir fimm vikum. Fyrst í tæplega viku en gekk svo reyndar laus í skamma stund eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar. Lögregla kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem féllst á kröfu um gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna. Ríkir almannahagsmunir stæðu til þess að menn sem séu sterklega grunaðir um svo alvarleg ofbeldisbrot gengju ekki lausir. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Verjandi mannsins segir engan grundvöll til gæsluvarðhalds fyrir hendi. 25. október 2019 16:27 Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið dramatísk sambandsslit um nóttina. 5. nóvember 2019 15:00 Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember. 31. október 2019 08:24 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á föstudaginn á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir tvítugum karlmanni sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sína. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds þar til að dómur fellur í málinu en niðurstaðan varð fjögurra vikna varðhald. Verjandi mannsins hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Vitni sá manninn bera ungu konuna blóðuga yfir Geirsgötuna aðfaranótt laugardagsins 19. október. Hann tjáði lögreglu eftir handtöku að fram hefðu farið „dramatísk sambandslit“ um nóttina. Endurtók hann ummælin „Sjáðu hvað ég hef gert.“ Áverkar á konunni voru miklir og auga hennar svo bólgið að hún gat ekki opnað það. Karlmaðurinn hefur verið í gæsluvarðhaldi að mestu leyti síðan hann var handtekinn fyrir fimm vikum. Fyrst í tæplega viku en gekk svo reyndar laus í skamma stund eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar. Lögregla kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem féllst á kröfu um gæsluvarðhald með tilliti til almannahagsmuna. Ríkir almannahagsmunir stæðu til þess að menn sem séu sterklega grunaðir um svo alvarleg ofbeldisbrot gengju ekki lausir.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09 Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Verjandi mannsins segir engan grundvöll til gæsluvarðhalds fyrir hendi. 25. október 2019 16:27 Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið dramatísk sambandsslit um nóttina. 5. nóvember 2019 15:00 Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember. 31. október 2019 08:24 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Fleiri fréttir „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Sjá meira
Tvítugur karlmaður í einangrun grunaður um tilraun til manndráps Tvítugur karlmaður var um helgina úrskurðaður í gæsluvarðhald til næstkomandi föstudags, 25. október, grunaður um mjög grófa líkamsárás gagnvart kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. 21. október 2019 11:09
Ungur maður grunaður um tilraun til manndráps laus úr haldi Verjandi mannsins segir engan grundvöll til gæsluvarðhalds fyrir hendi. 25. október 2019 16:27
Gekk skólaus yfir Geirsgötu með blóðuga fyrrverandi kærustu í fanginu Tvítugur karlmaður sem grunaður er um tilraun til manndráps eða mjög grófa líkamsárás á sautján ára kærustu sinni í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardagsins 19. október tjáði lögreglu í kjölfar handtöku að fram hefðu farið dramatísk sambandsslit um nóttina. 5. nóvember 2019 15:00
Aftur í varðhald eftir að hafa verið látinn laus Landsréttur hefur snúið við úrskurði um að leysa ætti karlmann um tvítugt, sem grunaður er um alvarlega líkamsárás, úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn hefur verið handtekinn og færður aftur í gæsluvarðhald til 22. nóvember. 31. október 2019 08:24