Erlent

Tveggja ára drengur lést eftir að hafa lent undir ísskúlptúr

Andri Eysteinsson skrifar
Frá jólamarkaði í Lúxemborg.
Frá jólamarkaði í Lúxemborg. Getty/REDA&Co
Harmleikur varð á jólamarkaði í Lúxemborg á sunnudagskvöld þegar tveggja ára gamall drengur lést eftir að hluti ísskúlptúrs, sem stóð á torgi Guillaumes annars í höfuðborginni Lúxemborg, brotnaði af skúlptúrnum og féll ofan á drenginn. Sky greinir frá.

Rannsókn er hafin á tildrögum málsins og er það rannsakað sem manndráp af gáleysi. Forsætisráðherra Lúxemborgar, Xavier Bettel, vottaði aðstandendum drengsins sína dýpstu samúð með færslu á Twitter síðu sinni.

Í ljósi atviksins var jólamarkaðurinn lokaður í dag auk þess sem að viðburðum í höfuðborginni var aflýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×