Sagt upp eftir sjónvarpsumræður um Samherjamálið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2019 09:27 Namibíumenn ganga til kosninga í dag. AP/Sonja Smith Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna um eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri sjónvarpsstöð á sunnudaginn. Yfirmenn hans segja að þátttaka hans í þættinum hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar.Frá þessu er greint á vef Namibian en þar kemur fram að það hafi komið fréttamanninum, Vito Angula, á óvart að fá uppsagnarbréf eftir að hafa tekið þátt í umræðum um Samherjamálið í sjónvarpsþættinum. Hann sé reglulegur gestur í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar One Africa.Það sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á yfirmönnum hans hjá Nampa eru ummæli hans um tengsl stjórnmálamanna við hákarlana svokölluðu í Samherjamálinu.„Ég reyndi að vera málefnalegur og eitt af því sem ég sagði var að þetta væri spilling. Þetta liti út eins og hagsmunaárekstur miðað við nálægð þeirra við forsetann,“ er haft eftir Angula á vef Namibian.Ósáttir við þátttöku í „mjög umdeildum“ umræðum Í frétt Namibian er vitnað í uppsagnarbréf sem Angula fékk í hendurnar eftir þátttökuna í þættinum. Þar segir að brottrekstrarsökin sé sú að Angula hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar og mögulega komið óorði á ritstjórnarstefnu fréttaveiturinnar með því að taka þátt í „mjög umdeildum“ umræðum í sjónvarpi um Samherjamálið.Sjá einnig: Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysisÞannig hafi þátttaka hans verið án leyfis ritstjóra og framkvæmdastjóra fréttaveitunnar sem sé eitthvað sem ítarlega hafi verið rætt um þegar ráðningarsamningur Angula tók gildi. Þá hafi Angula verið ítrekað varaður við því að taka þátt í opinberum umræðum á borð við þær sem voru til tals í sjónvarpsþættinum.Kosningar fara fram í Namibíu í dag.AP/Sonja Smith.Í frétt Namibian segir að Angula sé í viðræðum við lögmann um að áfrýja brottrekstrinum. Hann setji spurningarmerki við hvað hafi leitt til brottrekstrar hans.Forseta- og þingkosningar fara fram í Namibíu í dag. Búist er við spennandi forsetakosningum og líklegt er talið að mjótt verði á munum á milli Hage Geingob, forseti Namibíu og Panduleni Itula, sem býður sig fram sem óháður frambjóðandi. Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Fréttamaður sem starfaði í lausamennsku fyrir namibísku fréttaveituna Nampa missti vinnuna um eftir að hann tók þátt í umræðum um Samherjamálið í spjallþætti á namibískri sjónvarpsstöð á sunnudaginn. Yfirmenn hans segja að þátttaka hans í þættinum hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar.Frá þessu er greint á vef Namibian en þar kemur fram að það hafi komið fréttamanninum, Vito Angula, á óvart að fá uppsagnarbréf eftir að hafa tekið þátt í umræðum um Samherjamálið í sjónvarpsþættinum. Hann sé reglulegur gestur í þáttum sjónvarpsstöðvarinnar One Africa.Það sem virðist hafa farið fyrir brjóstið á yfirmönnum hans hjá Nampa eru ummæli hans um tengsl stjórnmálamanna við hákarlana svokölluðu í Samherjamálinu.„Ég reyndi að vera málefnalegur og eitt af því sem ég sagði var að þetta væri spilling. Þetta liti út eins og hagsmunaárekstur miðað við nálægð þeirra við forsetann,“ er haft eftir Angula á vef Namibian.Ósáttir við þátttöku í „mjög umdeildum“ umræðum Í frétt Namibian er vitnað í uppsagnarbréf sem Angula fékk í hendurnar eftir þátttökuna í þættinum. Þar segir að brottrekstrarsökin sé sú að Angula hafi skaðað orðspor fréttaveitunnar og mögulega komið óorði á ritstjórnarstefnu fréttaveiturinnar með því að taka þátt í „mjög umdeildum“ umræðum í sjónvarpi um Samherjamálið.Sjá einnig: Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysisÞannig hafi þátttaka hans verið án leyfis ritstjóra og framkvæmdastjóra fréttaveitunnar sem sé eitthvað sem ítarlega hafi verið rætt um þegar ráðningarsamningur Angula tók gildi. Þá hafi Angula verið ítrekað varaður við því að taka þátt í opinberum umræðum á borð við þær sem voru til tals í sjónvarpsþættinum.Kosningar fara fram í Namibíu í dag.AP/Sonja Smith.Í frétt Namibian segir að Angula sé í viðræðum við lögmann um að áfrýja brottrekstrinum. Hann setji spurningarmerki við hvað hafi leitt til brottrekstrar hans.Forseta- og þingkosningar fara fram í Namibíu í dag. Búist er við spennandi forsetakosningum og líklegt er talið að mjótt verði á munum á milli Hage Geingob, forseti Namibíu og Panduleni Itula, sem býður sig fram sem óháður frambjóðandi.
Fjölmiðlar Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00 Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57 Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Innlent Fleiri fréttir Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Sjá meira
Tannlæknir ógnar valdasetu forseta Namibíu í skugga spillingarmála og atvinnuleysis Talið er líklegt að framboð tannlæknisins Panduleni Itula til forseta Namibíu muni velgja sitjandi forseta og SWAPO-stjórnmálaflokki hans verulega undir uggum í forseta- og þingkosningunum sem framundan eru í ríkinu. 24. nóvember 2019 21:00
Lögregla leitar Sacky Shanghala og tveggja annarra „hákarla“ Yfirvöld í Namibíu leita nú þriggja manna í tengslum við rannsókn sína á spillingu, mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik í landinu. 24. nóvember 2019 14:57
Forseti Namibíu: „Hvaðan komu peningarnir? Frá Íslandi“ Hage Geingob, forseti Namibíu, sneri vörn í sókn á stórum kosningafundi SWAPO-flokksins, í Samherjamálinu-svokallaða er hann sagði Íslendinga eiga sök í því máli, fremur en stjórnkerfi Namibíu. 23. nóvember 2019 21:28