Jafnt í stórleiknum í Madríd

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Real Madrid og Paris Saint-Germain gerðu jafntefli í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu.

Bæði lið voru komin áfram áður en var flautað til leiks eftir að Club Brugge og Galatasaray gerðu jafntefli fyrr í kvöld.

Karim Benzema kom Real yfir á 17. mínútu og skildi mark hans liðin að í hálfleik.

Benzema skoraði annað mark sitt á 79. mínútu eftir sendingu Marcelo og virtist vera að tryggja Real sigurinn.

Kylian Mbappe klóraði hins vegar í bakkann fyrir PSG aðeins tveimur mínútum seinna og varamaðurinn Pablo Sarabia jafnaði svo metin á 83. mínútu.

Bæði lið reyndu að sækja sigurmarkið, Real komst hvað næst því þegar Gareth Bale skaut í stöngina úr aukaspyrnu í uppbótartíma en sigurmarkið kom ekki og var 2-2 jafntefli niðurstaðan.

PSG er með 13 stig á toppi riðilsins og Real Madrid 8 þegar ein umferð er eftir af riðlakeppninni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira