Erlent

Baulað á Melaniu í Baltimore

Melania hefur talað fyrir lýðheilsumálum víðsvegar um Bandaríkin.
Melania hefur talað fyrir lýðheilsumálum víðsvegar um Bandaríkin. Getty/Chip Somodevilla
Fimm mínútna langt ávarp Melaniu Trump, forsetafrúar Bandaríkjanna, um skaðsemi ópíóða uppskar baul og læti í borginni Maryland í Baltimore. Borg sem eiginmaður Melaniu hefur kallað ógeðslega og morandi í rottum. AP greinir frá.

Melania hélt ávarp fyrir hundruð skólakrakka í borginni þar sem hún hvatti börnin til að virða eiturlyf að vettugi. Óalgengt er að baulað sé á forsetafrú á meðan hún heldur ávarp en Melania lét lætin ekki á sig fá og sagðist virða rétt áheyrendanna til þess að baula.

„Við búum í lýðræði og allir eiga rétt á sinni skoðun, staðreyndin er hins vegar sú að við eigum við mikinn vanda að etja. Ég mun áfram helga mig því að fræða börn um hættuna og þeim banvænu afleiðingum sem stafar af misnotkun eiturlyfja,“ sagði Trump.

Forsetahjónin eru því ekki vinsæl í Baltimore en veru forsetans í borginni í september var mótmælt og mátti þar sjá gríðarstórar uppblásnar rottur á lofti, bendir það til þess að ummæli Trump hafi ekki gleymst hjá íbúum Baltimore.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×