Fór inn um dyr beint á móti lögreglustöðinni á Ísafirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. nóvember 2019 09:15 Maðurinn sem braust inn í Hamraborg á Ísfirði, aðfaranótt sunnudags, hefði allt eins getað verið frá tóbaksvarnarráði að sögn Gísla Úlfarssonar, annars eigenda Hamraborgarinnar. Hann hafi sópað upp hverri einustu sígarettu í versluninni og áætlar Gísli að það muni kosta hann um 600 þúsund krónur að endurnýja lagerinn eftir innbrotið. Lögreglan á Vestfjörðum birti í gærmorgun myndir af þjófnum sem fengnar eru úr eftirlitsmyndavél Hamraborgar, þar sem hann sést svartklæddur og skeggjaður. Myndirnar verða að teljast nokkuð skýrar og ekki ætti að fara á milli mála hver umræddur þjófur er. Hann má jafnframt sjá í myndbrotinu hér að ofan. Það er því ekki nema von að þjófurinn hafi verið aðalumræðuefnið á kaffistofum Ísafjarðarbæjar í gær að sögn Gísla. „Það vill þannig til að hann er svo líkur mörgum á Ísafirði,“ segir Gísli. Þannig hafi samstarfskonur hans þulið upp „fullt af nöfnum“ á mögulegum sökudólgum í bæjarfélaginu eftir að þær mættu til vinnu í gærmorgun. Við nánari athugun telji þau þó nokkuð ljóst að þjófurinn sé utanbæjarmaður - „ekki lókall,“ eins og Gísli orðar það og skrifar hann þá niðurstöðu á góða yfirsýn Ísfirðinga.Sjá einnig: Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði„Ég hef heimildir fyrir því að hann hafi verið á öldurhúsi þarna um nóttina, þar sem hann þóttist vera Finni,“ segir Gísli. Öðrum bargestum hafi þó ekki þótt það trúlegt og því verði þjóðerni þjófsins ennþá að teljast óráðið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist margar ábendingar um þjófinn. Nú sé unnið úr því að greina þær, en annars sé lítið að segja um rannsóknina á þessari stundu. Grunur leikur á að þjófurinn hafi komist inn um hurð bakatil, sem talið er að starfsmaður á kvöldvakt hafi gleymt að læsa. Umrædd hurð ætti þó alla jafna að vera vel vöktuð, enda snýr hún beint að lögreglustöðinni á Ísafirði. „Það er bara einn garður á milli,“ útskýrir Gísli. „Og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður er ekki ennþá búinn að kaupa rándýrt þjófavarnarkerfi.“ Aðspurður hvort Ísfirðingar hafi fengið nikótínfráhvörf á sunnudag, enda Hamraborgin tóbakslaus eftir innbrotið um nóttina, segist Gísli ekki hafa orðið var við það. Þvert á móti hafi keppinautar hans í bæjarfélaginu hlaupið undir bagga með Hamraborginni og lánað honum nokkur karton af sígarettum. „Við förum nú ekki að pína fólk að óþörfu,“ segir Gísli. Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Maðurinn sem braust inn í Hamraborg á Ísfirði, aðfaranótt sunnudags, hefði allt eins getað verið frá tóbaksvarnarráði að sögn Gísla Úlfarssonar, annars eigenda Hamraborgarinnar. Hann hafi sópað upp hverri einustu sígarettu í versluninni og áætlar Gísli að það muni kosta hann um 600 þúsund krónur að endurnýja lagerinn eftir innbrotið. Lögreglan á Vestfjörðum birti í gærmorgun myndir af þjófnum sem fengnar eru úr eftirlitsmyndavél Hamraborgar, þar sem hann sést svartklæddur og skeggjaður. Myndirnar verða að teljast nokkuð skýrar og ekki ætti að fara á milli mála hver umræddur þjófur er. Hann má jafnframt sjá í myndbrotinu hér að ofan. Það er því ekki nema von að þjófurinn hafi verið aðalumræðuefnið á kaffistofum Ísafjarðarbæjar í gær að sögn Gísla. „Það vill þannig til að hann er svo líkur mörgum á Ísafirði,“ segir Gísli. Þannig hafi samstarfskonur hans þulið upp „fullt af nöfnum“ á mögulegum sökudólgum í bæjarfélaginu eftir að þær mættu til vinnu í gærmorgun. Við nánari athugun telji þau þó nokkuð ljóst að þjófurinn sé utanbæjarmaður - „ekki lókall,“ eins og Gísli orðar það og skrifar hann þá niðurstöðu á góða yfirsýn Ísfirðinga.Sjá einnig: Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði„Ég hef heimildir fyrir því að hann hafi verið á öldurhúsi þarna um nóttina, þar sem hann þóttist vera Finni,“ segir Gísli. Öðrum bargestum hafi þó ekki þótt það trúlegt og því verði þjóðerni þjófsins ennþá að teljast óráðið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum hafa borist margar ábendingar um þjófinn. Nú sé unnið úr því að greina þær, en annars sé lítið að segja um rannsóknina á þessari stundu. Grunur leikur á að þjófurinn hafi komist inn um hurð bakatil, sem talið er að starfsmaður á kvöldvakt hafi gleymt að læsa. Umrædd hurð ætti þó alla jafna að vera vel vöktuð, enda snýr hún beint að lögreglustöðinni á Ísafirði. „Það er bara einn garður á milli,“ útskýrir Gísli. „Og það er kannski helsta ástæðan fyrir því að maður er ekki ennþá búinn að kaupa rándýrt þjófavarnarkerfi.“ Aðspurður hvort Ísfirðingar hafi fengið nikótínfráhvörf á sunnudag, enda Hamraborgin tóbakslaus eftir innbrotið um nóttina, segist Gísli ekki hafa orðið var við það. Þvert á móti hafi keppinautar hans í bæjarfélaginu hlaupið undir bagga með Hamraborginni og lánað honum nokkur karton af sígarettum. „Við förum nú ekki að pína fólk að óþörfu,“ segir Gísli.
Ísafjarðarbær Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn. 26. nóvember 2019 10:53