Innlent

Lögreglan leitar manns í tengslum við innbrot á Ísafirði

Atli Ísleifsson skrifar
Innbrotið var framið aðfaranótt sunnudagsins síðasta.
Innbrotið var framið aðfaranótt sunnudagsins síðasta. Lögreglan á Vestfjörðum

Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst eftir karlmanni í tengslum við rannsókn á innbroti í verslunina Hamraborg á Ísafirði, sem varð aðfaranótt sunnudagsins 24. nóvember síðastliðinn.

Í tilkynningu segir að allir sem geti gefið upplýsingar um manninn séu hvattir til að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 444 0400 eða í einkaskilaboðum á facebooksíðu lögreglunnar.

Í fyrri færslu lögreglunnar á Vestfjörðum kom fram að brotist hafi verið inn í Hamraborg, þaðan sem töluverðu magni af tóbaki var stolið. Virtist það hafa átt sér stað um þrjú þá nótt.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.