Erlent

Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara

Kanslarinn á þýska þinginu í dag.
Kanslarinn á þýska þinginu í dag. Vísir/AP
Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið.

Ummælin stangast á við það sem Frakklandsforseti sagði fyrr í mánuðinum þegar hann kvað NATO nú þjást af heilabilun.

Þá sagði Merkel að áframhaldandi aðild Tyrklands væri mikilvæg, en Tyrkjum hefur lent saman við önnur bandalagsríki að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×